Hoppa yfir valmynd
22. maí 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árlegum viðræðum sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila lokið

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag álit sendinefndar sinnar (e. Concluding Statement) eftir viðræður við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila síðustu tvær vikur. Viðræðurnar voru hluti af árlegri úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi (e. Article IV Consultation).

Hliðstæðar úttektir eru gerðar á hverju ári í öllum aðildarlöndum sjóðsins. Formaður sendinefndar sjóðsins að þessu sinni var Magnus Saxegaard.

Skýrslurnar sem samdar verða í kjölfar heimsóknarinnar verða birtar í byrjun júlí eftir umfjöllun í framkvæmdastjórn sjóðsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum