Hoppa yfir valmynd
22. maí 2024

Guðjón Bjarnason sýnir í Nýju-Delhí.

“IslANDs” einkasýning Guðjóns Bjarnasonar var opnuð þriðjudaginn, 24. maí Habitat Centre í Delí á Indlandi. Hún er haldin í samvinnu við dr. Alke Pande safnstjóra Visual Arts Gallery, HC og sendiráð Íslands í Delí. 

Sýningin í Habitat Centre er tvíþætt. Í fyrsta lagi eru myndverk á veggjum unnar með blandaðri tækni á álplötur auk myndbandsverka er hverfast um hægfara umbreytingar svo og bækur með heildaryfirliti yfir verk Guðjóns.  Listaverkin og sýningin í heild hafa í bakgrunni tilvísun í þá hnattrænu ógn stafar af hlýnun jarðar og sjávar vegna  loftslagsbreytinga og ör áhrif þeirra á jõkla jarðar.

Á Indlandi má finna fjölda jökla, Þriðja pólinn" sem svo hefur verið kallaður á háhæðum Himalayjafjallanna sem eru að bráðna á sama ógnarhraða og jöklar og ísbreiður Norður- og Suðurpóls. Óttast er, að þetta ástand muni á endanum leiða til þess að hafsjór mun kólna umhverfis Ísland og helstu vatnsuppsprettur Indlands muni þverra og hverfa.

Listaverkabæklingur með textaskrifum eftir Ásthildi Jónsdóttur listfræðing  fylgir sýningunni. Þar segir m.a. “Verk Guðjóns Bjarnasonar endurspegla tengsl manns og náttúru. Mannleg hegðun er grunnþáttur fyrirbæra hans, ummerkja er manneskjan skilur eftir tilvist sína. 

Frá því að iðnbyltingin hófst hefur koltvísýringur og aðrar gróðurhúsaloftegundir hækkað hitastig jarðar. Afleiðingin er sú jöklar bráðna hratt, klofna, springa og splundrast á haf út eða hörfa óðan aftur á landi.  Jöklarnir bera loftlagsbreytingum skýr vitni, gera þær sýnilegar berum augum”.

Í öðru lagi opnar í sama sal sýning á hönnunarverkum Guðjóns sem voru sýnd á Feneyjatvíæringnum, þ. m. t. ýmiss konar byggingar- og skipulagstillögur á hugmyndastigi unnar  fyrir stjórnvöld og einkaaðila í New York, Kína, Íslandi og Indlandi, ásamt byggingarverkefnum sem hafa verið risið víðsvegar á Indlandi s. s. verslanir tískurisans Hidesign, einbýlishús forsætisráðherra í Tura og SICPAC, Alþjóðlega tónlistar-og menningarmiðstöðin í höfuðborg Meghalayafylkis, Shillong á Norð-austur-Indlandi.

Við opnunina maí kynnti listamaðurinn verk sín og Guðni Bragason sendiherra flutti inngangsorð og minntist m. a. á, að viðfangsefni sýningarinnar væri mikilvægur þáttur í málflutningi Íslands á sviði sjálfbærar þróunar.


  • Guðjón Bjarnason sýnir í Nýju-Delhí. - mynd úr myndasafni númer 1
  • Guðjón Bjarnason sýnir í Nýju-Delhí. - mynd úr myndasafni númer 2
  • Guðjón Bjarnason sýnir í Nýju-Delhí. - mynd úr myndasafni númer 3
  • Guðjón Bjarnason sýnir í Nýju-Delhí. - mynd úr myndasafni númer 4

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum