Hoppa yfir valmynd
14. júní 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynna uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og nýjan vef aðgerðaáætlunarinnar föstudaginn 14. júní kl. 14. Hægt er að fylgast með kynningunni í streymi á vef stjórnarráðsins.

 

 

Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarin tvö ár við uppfærslu aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum, sem fyrst var kynnt 2018 og er samtal sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið átti við fulltrúa fjölda atvinnugreina og samvinna ráðuneytis við sveitarfélög veturinn 2022-2023 ein af undirstöðum áætlunarinnar.

 Áætlunin sem nú verður kynnt inniheldur safn 150 loftslagsaðgerða og loftslagsverkefna sem endurspeglar raunhæfar, en metnaðarfullar lausnir og eru töluverð aukning frá 50 aðgerðum í núgildandi aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlunin byggir á ítarlegri kortlagningu og útreikningum um samdrátt í  losun, en saman stuðla loftslagsaðgerðirnar og loftslagstengdu verkefnin með enn markvissari hætti að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum