Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2019

Kennarar í vélstjórn og rafvirkjun

 

Framhaldsskólakennarar óskast við Verkmenntaskóla Austurlands

Eftirfarandi störf við kennslu eru laust til umsóknar við skólann frá 1. ágúst 2019. Um full störf er að ræða.

Kennsla í vélstjórn 
Kennsla í rafvirkjun

Umsækjendur þurfa að hafa löggild réttindi í viðkomandi kennslugrein og æskilegt er að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi sbr. lög nr. 87/2008. 

Leitað er eftir skipulögðum einstaklingum með góða samskiptahæfni, brennandi áhuga á skólastarfi og löngun til að vinna með ungu fólki. Mikilvægt er að geta sýnt frumkvæði í starfi og hafa góða þekkingu á ólíkum kennsluaðferðum. Kennslureynsla er æskileg. Góð tölvukunnátta er mikilvæg. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi VA. 

Umsóknir ásamt greinargerð um menntun og fyrri störf berist á tölvupóstfangið [email protected] Umsónarfrestur er til og með 29. apríl 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Mikilvægt er að tilgreina meðmælendur í umsókninni. Afriti af prófskírteinum skal skila með umsókn ásamt sakavottorði. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Nánari upplýsingar veitir skólameistari, [email protected] . 

Á heimasíðu skólans, www.va.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Skólameistari

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum