Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2019

Mannauðsstjóri

Mannauðsstjóri 

Félagsmálaráðuneytið leitar eftir öflugum stjórnanda í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri mun leiða mannauðsmál ráðuneytisins og jafnframt sinna ráðgjöf og aðstoð fyrir Barnaverndarstofu og aðrar stofnanir ráðuneytisins eftir atvikum. Mannauðsstjóri vinnur náið með ráðuneytisstjóra, öðrum stjórnendum ráðuneytisins og forstöðumönnum viðkomandi stofnana. 
Mannauðsstjóri mun heyra undir skrifstofu ráðuneytisstjóra. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd stefnu félagsmálaráðuneytis í mannauðsmálum og stefnumótun á málasviðinu
- Virkur stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur 
- Kjaramál, launasetning, ráðningar og vinnsla starfsmannamála skv. lögum og reglum
- Réttindi og skyldur starfsmanna
- Þróun árangursvísa og áætlanagerð
- Fræðsla, innri samskipti og starfsþróun 

Hæfnikröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun æskileg
- Yfirgripsmikil reynsla og þekking á mannauðsmálum
- Samstarfsfærni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Fagmennska og metnaður til að móta fyrirmyndar vinnustað

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem gerðar eru. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsókn getur gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Jónína Þórisdóttir - [email protected] - 5458100


Félagsmálaráðuneyti  
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum