Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Magnús Ingvason skipaður skólameistari FÁ

Magnús Ingvason hefur verið skipaður í embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Að fenginni umsögn skólanefndar skólans hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Magnús í stöðu skólameistara til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018. Átta umsóknir bárust um embættið.

Magnús hefur um 26 ára kennslu- og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Síðastliðin fimm ár hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara við skólann. Þá hefur hann gegnt starfi skólastjóra sumarskóla FB og starfi kennslustjóra við sama skóla. Magnús hefur einnig kennt á grunnskólastigi.

Magnús lauk BA-prófi í fjölmiðlun frá Northern Illinois University í Bandaríkjunum (1989), UF-prófi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands (1997) og meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands (2008).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum