Hoppa yfir valmynd
15. maí 2019

Aðstoðaryfirlögregluþjónn – sérsveit ríkislögreglustjóra

Aðstoðaryfirlögregluþjónn – sérsveit ríkislögreglustjóra

Við embætti ríkislögreglustjóra er laus til umsóknar staða aðstoðaryfirlögregluþjóns í sérsveit ríkislögreglustjóra. Starfsstöð er að Skúlagötu 21, Reykjavík. Ríkislögreglustjóri skipar í stöðuna frá og með 1. ágúst 2019.

Menntunar og hæfniskröfur
Til þess að hljóta skipun í starf aðstoðaryfirlögregluþjóns skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár frá því að hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. 

- Umsækjendur skulu vera starfandi í sérsveit ríkislögreglustjóra.
- Gerð er krafa um mikla reynslu af stjórnun í sérsveit.
- Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu og menntun á þeim sviðum sem snúa að hlutverkum, skipuriti og skipulagi sérsveitar. 
- Viðkomandi þarf að hafa reynslu af þjálfun í sérsveit.
- Góðir hæfileikar og lipurð til mannlegra samskipta, skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og færni til að leiða hóp eru mikilvægir eiginleikar. 

Umsóknum skal skilað til ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2019. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 444-2500.

Umsóknum skal skilað á netfangið [email protected]  eða til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, merkt aðstoðaryfirlögregluþjónn. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum „eyðublöð“. 

Ráðningakjör eru skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.  Starfshlutfall er 100% og eru starfið í dagvinnu.  Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. 

Reykjavík, 14. maí 2019
Ríkislögreglustjóri

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum