Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020

Forvarnarfulltrúi

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar eftir öflugum forvarnarfulltrúa til að taka þátt í uppbyggingu á nýju sviði eldvarna hjá stofnunni sem staðsett er á Sauðárkróki.


Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun:
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var stofnuð 1. janúar árið 2020 við sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Sameiningin átti að stuðla að heildstæðri yfirsýn yfir húsnæðisog mannvirkjamál á einum stað ásamt því að efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála til hagsbóta fyrir almenning. Hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggja almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Stofnunin hefur aðsetur á tveimur stöðum, annars vegar í Borgartúni í Reykjavík, þar sem starfa rúmlega 80 starfsmenn og hins vegar á Sauðárkróki þar sem starfa rúmlega 20 starfsmenn. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar má finna á www.hms.is 

Forvarnarfulltrúi
Helstu verkefni: 
Skipulagning og umsjón forvarnarstarfs á sviði eldvarna
Umsjón með gerð og útgáfu kynningarefnis og leiðbeininga
Umsjón með kynningum, námskeiðum og forvarnarfræðslu
Samstarf við hagsmunaaðila á sviði forvarnarstarfs um eldvarnir
Þátttaka í verkefnum eldvarnasviðs


Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegu starfi
Frumkvæði og ríkir skipulagshæfileikar
Reynsla af gerð og útgáfu kynningarefnis er kostur
Þekking á stafrænum miðlum og samskiptaleiðum er kostur
Reynsla af skipulagningu fræðslu og kynningum er kostur
Sjálfstæði og framúrskarandi hæfni í samskiptum er skilyrði
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði

Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem í stuttu máli er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.


Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfinu.


Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Nánari upplýsingar: Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Þórður S. Óskarsson ([email protected]


Umsóknarfrestur er til og með 30.júlí 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum