Hoppa yfir valmynd
23. maí 2019

Framkvæmdastjóri fjármála

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, sem nær yfir 30.000 km2 svæði frá Herdísarvík til Hornafjarðar. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2019 er um 5,4 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa um 500 manns. Fjöldi íbúa á svæðinu er ríflega 28.000.

Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Kjarnastarfsemi HSU er fólgin í heilbrigðis-þjónustu á sviði  heilsugæslu, almennrar sjúkrahúsþjónustu, reksturs sjúkraflutninga og hjúkrunarrýma, auk annarrar stoðþjónustu.

Framkvæmdastjóri fjármála

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fjármála.

Framkvæmdastjóri fjármála er yfirmaður rekstrarsviðs og ber ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi, eignum og tækjarekstri. Staðan tilheyrir framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.  Ráðið er í stöðuna til 5 ára samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá 2007.  Starfið veitist frá 1. ágúst 2019 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
  • Ábyrgð á mánaðaruppgjörum og gerð ársreiknings
  • Ábyrgð á gerð rekstraryfirlita, eftirfylgni og eftirlit með rekstri
  • Ábyrgð á tölfræðiúrvinnslu
  • Stjórnunareftirlitskerfi og rýni á rekstur starfstöðva
  • Fjárhagsáætlana- og samningagerð
  • Samskipti við hagsmunaaðila og stofnanir
  • Þátttaka í stjórnun innkaupa
  • Umsjón með eignum og búnaði
  • Umsjón símavaktar og móttöku

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi á þróun og starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
  • Háskólamenntun á sviði reikningshalds, fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Reynsla af reikningshaldi og fjármálastjórn
  • Reynsla af áætlanagerð, tölfræði og úrvinnslu gagna
  • Reynsla af fjárhagskerfi ríkisins (ORRA)
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Reynsla af umbótaverkefnum, teymisvinnu og breytingastjórnun
  • Frumkvæði, áreiðanleiki, trúmennska og árangurs- og þjónustumiðað viðhorf

Nánari upplýsingar um starfið veita Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU ([email protected]), í síma 432-2000 og Ari Eyberg ([email protected]), í síma 411-1225. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá, staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu og kynningarbréf umsækjanda. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum