Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Gjöf Jóns Sigurðssonar – skilafrestur umsókna er 1. september

Áréttað er að opið er fyrir umsóknir í sjóðinn Gjöf Jóns Sigurðssonar til 1. september nk. Sjóðurinn veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Hann starfar samkvæmt reglum frá 24. ágúst 1881, með síðari breytingum, þar sem kveðið er á um að veita megi fé úr sjóðnum til að verðlauna vel samin vísindaleg rit og styrkja útgáfu slíkra rita og/eða merkilegra heimildarita.

Sjóðurinn úthlutar annað hvert ár og er miðað við að rit sem umsóknir snúa að séu útgefin eftir síðustu úthlutun sjóðsins. Æskilegt er að umsóknum fylgi umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efnið.

Sjá nánar í auglýsingu sjóðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum