Hoppa yfir valmynd
26. maí 2008 Dómsmálaráðuneytið

Vefrit dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 5. tbl. 2008

Út er komið 5. tbl. 2008 af vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Þar er fjallað um svokallaðan meðferðargang í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem föngum sem það kjósa er veitt hjálp við að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar.

Vefrit dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 5. tbl. 2008
Vefrit_052008

Út er komið 5. tbl. 2008 af vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Þar er fjallað um svokallaðan meðferðargang í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem föngum sem það kjósa er veitt hjálp við að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar.
Árangur þeirra sem þar hafa dvalið undanfarna mánuði lofar góðu. Alls hafa fjórtán fangar þegar farið þaðan á aðrar meðferðarstofnanir eða verið fluttir til vegna þess góða árangurs sem þeir hafa náð á sjálfum sér og fíkn sinni. Nýverið undirrituðu Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra samning sem tryggir áframhaldandi starfrækslu gangsins.

Vefrit dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 5. tbl. 3. árg. 2008




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum