Hoppa yfir valmynd
7. mars 2019

Lögfræðingur

Lögfræðingur 1

Útlendingastofnun auglýsir eftir lögfræðingum til starfa við afgreiðslu umsókna hjá stofnuninni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða krefjandi en jafnframt áhugaverð störf. Verksvið er fjölbreytt, t.a.m. viðtöl við umsækjendur, afgreiðsla umsókna, samskipti við innlend og erlend stjórnvöld, ráðgjöf innan sem utan stofnunar og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur
Embættispróf í lögfræði eða BA próf í lögfræði auk meistaraprófs í lögfræði
Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska, bæði í töluðu og rituðu máli
Reynsla og þekking á sviði útlendingaréttar og flóttamannaréttar er kostur
Reynsla og þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur 
Góð almenn tölvukunnátta
Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að starfa með öðrum
Jákvæðni, frumkvæði og metnaður í starfi 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. 
Sækja skal um rafrænt hér að neðan. Umsóknir sem að berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn, verða ekki teknar til afgreiðslu. 

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð starfsferilskrá, staðfestar upplýsingar um menntun auk kynningarbréfs þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfni sína í starfið. Mat á hæfni umsækjenda í starfið byggir m.a. á innsendum gögnum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins og starfar samkvæmt lögum nr. 80/2016 um útlendinga, reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 og reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010. Útlendingalöggjöfin gildir um heimild útlendinga til að koma til landsins og dvelja hér á landi.
Umfangsmesti þátturinn í starfsemi Útlendingastofnunar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir allar umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar, afgreiðir vegabréfsáritanir og umsóknir um alþjóðlega vernd.
Hjá Útlendingastofnun starfa um 90 starfsmenn á tveimur starfsstöðvum, á Dalvegi 18 í Kópavogi og Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Hanna Þóra Hauksdóttir - [email protected] - 444-0900

Útlendingastofnun (06398)
Dalvegi 18
201 Kópavogur


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum