Hoppa yfir valmynd
31. október 2003 Dómsmálaráðuneytið

Ný barnalög taka gildi

Þann 1. nóvember 2003 taka gildi ný barnalög nr. 76/2003.Lögin hafa að geyma ýmis nýmæli, m.a. þau að dómstólar leysa alfarið úr ágreiningsmálum um forsjá, maður sem telur sig föður ófeðraðs barns hefur heimild til að höfða faðernismál, foreldrar geta mælt fyrir um hver skuli að þeim látnum fara með forsjá barns þeirra.


Þann 1. nóvember 2003 taka gildi ný barnalög nr. 76/2003.

Lögin hafa að geyma ýmis nýmæli, m.a. þau að dómstólar leysa alfarið úr ágreiningsmálum um forsjá, dómari getur dæmt um meðlagsgreiðslur og umgengni í forsjármálum, maður sem telur sig föður ófeðraðs barns hefur heimild til að höfða faðernismál, foreldrar geta mælt fyrir um hver skuli að þeim látnum fara með forsjá barns þeirra, móður er gert skylt að feðra barn sitt, sýslumaður getur úrskurðað um umgengni og meðlag þótt forsjá sé sameiginleg og ný þvingunarúrræði vegna brota á umgengnisrétti eru lögfest.

Í tilefni af gildistöku hinna nýju barnalaga hefur ráðuneytið gefið út sérprentun laganna ásamt greinargerð. Í greinargerðinni eru ítarlegar skýringar við alla kafla laganna og sérstakar skýringar við einstakar greinar þeirra. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta og kostar hún kr. 1.467,-.

Einnig hefur ráðuneytið nýlega haldið námskeið fyrir sýslumenn og löglærða fulltrúa þeirra um efni nýju barnalaganna. Yfir 50 manns sóttu námskeiðið, sem þótti takast vel.

Loks vill ráðuneytið benda á, að í byrjun næstu viku verða birtar aðgengilegar upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu ráðuneytisins um þau efni laganna sem ætla má að foreldrar vilji helst leita upplýsinga um, þ.e. um feðrun barna, forsjá, umgengni barna og foreldra og framfærslu barna.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum