Hoppa yfir valmynd
13. desember 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úthlutað úr Hljóðritasjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Hljóðritasjóði fyrir seinni hluta ársins 2018. Sjóðurinn veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar en markmið hans er að efla útgáfu íslenskrar tónlistar og hljóðverka. Styrkhæf eru hljóðrit sem innihalda nýja íslenska tónlist sem unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða eru samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.

Alls bárust 65 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni. Samþykkt var að veita 20 milljónum kr. til 43 umsækjenda, þ.e. 27 styrki til rokk- og poppverkefna af ýmsum gerðum, tíu til samtímatónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og sex styrki til jazz-verkefna.

Alls hafa 101 verkefni verið styrkt á árinu með þessari seinni úthlutun ársins 2018 og nemur styrkupphæðin í heild 37,6 milljónum kr.
Umsóknarfrestur vegna næstu úthlutunar er 15. mars 2019.

Rannís hefur umsýslu með Hljóðritasjóði og má nálgast nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutanir hans hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum