Hoppa yfir valmynd
27. desember 2018

Flugvirki

Landhelgisgæsla Íslands - Flugvirki

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent
teymi Gæslunnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta
tekist á við krefjandi verkefni.

Flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi.

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Þá þurfa umsækjendur að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkenndu flugvirkjanámi lokið
• Æskilegt að námi hafi verið lokið í þyrluþætti PART 66 „module 12“
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki og góð samskiptafærni
• Framúrskarandi álags- og streituþol

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið.

Hjá Landhelgisgæslu Íslands starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi okkar eru: Öryggi – Þjónusta – Fagmennska

Höfuðstöðvar eru í Skógarhlíð 14 í Reykjavík en starfsstöðvar eru einnig á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli, í varðskipum og ratsjárstöðvum. Frekari upplýsingar um starfsemina er að finna á www.lhg.is eða á fésbókarsíðu okkar.

Landhelgisgæslan áskilur sér rétt til að láta umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu þeirra. Um er að ræða fullt starf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi flugvirkja við Landhelgisgæslu Íslands. Starfsstöð er á Reykjavíkurflugvelli.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Smelltu hér til að sækja um starfið
 
Nánari upplýsingar veita Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri, ([email protected]) og Auður Bjarnadóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum