Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2011 Dómsmálaráðuneytið

Minnisblað Deloitte FAS um kostnaðarauka vegna staðsetningar fangelsis utan höfuðborgarsvæðisins

Vegna undirbúnings að væntanlegu útboði á byggingu nýs fangelsis fékk dómsmála- og mannréttindaráðuneytið fyrirtækið Deloitte FAS til að leggja mat á kostnaðarauka Fangelsismálastofnunar og lögreglu ef nýtt fangelsi yrði staðsett í tiltekinni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Vegna undirbúnings að væntanlegu útboði á byggingu nýs fangelsis fékk dómsmála- og mannréttindaráðuneytið fyrirtækið Deloitte FAS til að leggja mat á kostnaðarauka Fangelsismálastofnunar og lögreglu ef nýtt fangelsi yrði staðsett í tiltekinni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni er tekið dæmi af fangelsi sem yrði í 55 km. fjarlægð frá Hólmsheiði í Reykjavík. Í því tilfelli yrði viðbótarkostnaður á ári um 26 m.kr.

Í útboðinu verður ekki gert að skilyrði að fangelsið verði byggt á höfuðborgarsvæðinu. Minnisblað Deloitte hf. verður fylgigagn með útboðsgögnum þegar að því kemur. Sjá minnisblað hér. (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum