Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2019

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku göngudeildar og bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins

Laus eru til umsóknar störf ritara í móttöku Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Um er að ræða 2 störf í 50-80% starfshlutfalli við almenna móttöku og símavörslu. Unnið er á dag- og kvöldvöktum, virka daga sem og um helgar. Ráðið verður í störfin 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinganna, með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi. Samskipti sem byggja á virðingu og stuðningi við börnin og fjölskyldur þeirra er mikilvægur þáttur í starfsemi Barnaspítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Móttaka, almenn upplýsingagjöf, inn- og útskriftir
» Símavarsla
» Innheimta gjalda
» Birgðaumsjón og frágangur
» Önnur verkefni í samvinnu við deildarstjóra

Hæfnikröfur
» Heilbrigðisritaramenntun er æskileg, stúdentspróf og/ eða reynsla af ritarastörfum 
» Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar, þjónustulipurð og jákvæðni
» Nákvæmni í vinnubrögðum og geta til að vinna undir álagi
» Góð íslensku- og enskukunnátta
» Krafa um góða tölvukunnáttu

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 19.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingileif Sigfúsdóttir - [email protected] - 824 5862

Landspítali
Bráðamóttaka BH
Hringbraut
101 Reykjavík

Sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum