Hoppa yfir valmynd
28. júní 2018

Deildarstjóri við kennslusvið

Umsóknarfrestur framlengdur til 27. ágúst 2018

Viltu stýra innleiðingu á rafrænum kennsluháttum við Háskóla Íslands?

Deildarstjóri – Kennslusvið Háskóla Íslands

Við kennslusvið Háskóla Íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra fjarkennslu, edX og fagháskólanáms. Viðkomandi mun bera ábyrgð á  þróun og innleiðingu rafrænna kennsluhátta og fjarkennslu, og mun vinna náið með sviðstjóra kennslusviðs og aðstoðarrektor þróunar og kennslu. Starf deildarstjóra er fjölbreytt, viðfangsefni áhugaverð og gott starfsumhverfi. Deildarstjóri, sem verður staðsettur á Kennslusviði, vinnur náið með Kennslumiðstöð HÍ.  

Helstu verkefni:
- Mótun stefnu um fjarkennslu í samræmi við stefnu HÍ
- Innleiðing á fjarkennslustefnu HÍ
- Að fylgjast með nýjungum sem geta nýst við fjarnám
- Útfærsla á stefnu HÍ um edX (opin netnámskeið)
- Samskipti við edX erlendis
- Fylgja eftir samningi með edX og hafa umsjón með fjármálum
- Undirbúningur og þróun fagháskólanáms

Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, a.m.k. meistaragráða
- Kennslufræðileg þekking er æskileg
- Þekking á rafrænum kennslukerfum sem notuð eru við háskólakennslu
- Reynsla af háskólakennslu er æskileg
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi

Um er að ræða krefjandi starf í metnaðarfullu umhverfi og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá.
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.
III. Staðfest afrit af prófskírteinum.
IV. Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs (sími 525-4277 eða [email protected]).

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum