Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2018

Sérfræðingur á sviði framkvæmda- og fasteignamála

Sérfræðingur á sviði framkvæmda- og fasteignamála 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi sérfræðingi til að sinna spennandi verkefnum á sviði framkvæmda- og fasteignamála á skrifstofu stjórnunar og umbóta. Markmið starfsins er að stuðla að markvissri umsýslu eigna ríkisins og skilvirkum framkvæmdum. Sérfræðingurinn þarf að vera lausnamiðaður, hafa góða skipulagshæfni og sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Starfið krefst samskiptahæfni og getu til að ávinna sér traust samstarfsaðila.

Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Framundan eru breytingar á eignaumsýslu ríkisins auk þess sem umfang framkvæmda ríkisins er vaxandi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gegnir lykilhlutverki í þessum verkefnum og mun sérfræðingurinn taka virkan þátt í þeim. 

Á skrifstofu stjórnunar og umbóta eru 17 störf en í ráðuneytinu öllu eru um 90 starfsmenn, flestir háskólamenntaðir. Skrifstofan fer með eigna- og framkvæmdamál ríkisins, þ.m.t. eignarráð ríkisins í félögum, fast- og jarðeignum og samninga vegna nýtingar auðlinda.

Starfssvið:
» Þróun umgjarðar opinberra framkvæmda og þátttaka í undirbúningi og eftirfylgni framkvæmdaverkefna.
» Þátttaka í áætlanagerð og hagkvæmnimati á sviði framkvæmda-, fjárfestinga- og fasteignamála.
» Umsýsla og hagnýting lands og auðlinda í eigu ríkisins.
» Samningsgerð varðandi ýmsa þætti eignarmála, m.a. á sviði lóðamála og auðlinda.
» Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og ýmsa samstarfsaðila.
» Samskipti við Framkvæmdasýslu og Ríkiseignir.

Menntunar- og hæfniskröfur
» Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, viðskiptafræði, stjórnsýslu eða lögfræði.
» Þekking á framkvæmdum er skilyrði.
» Þekking á fjárfestingum og eignaumsýslu er æskileg.
» Þekking og reynsla af stefnumótun og þróunar- og breytingaverkefnum, sérstaklega á sviði fasteignaþróunar.
» Kunnátta til að greina og miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti.
» Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.
» Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun og góð samskiptahæfni. Starfið krefst skipulagshæfni, frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum, auk áhuga og hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2018.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum og Aldís Stefánsdóttir hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu ([email protected]).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum