Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2017 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð vegna tjónaökutækja til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Breytingin snýst um ökutæki sem orðið hafa fyrir tjóni og hvernig staðið skuli að viðgerð þeirra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. apríl og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Breytingin snýst um ökutæki sem orðið hafa fyrir tjóni og hvernig staðið skuli að viðgerð þeirra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. apríl og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Megin breyting reglugerðarinnar felur í sér að ekki megi taka tjónaökutæki í notkun á ný nema fram hafi farið á því viðgerð á viðurkenndu réttingaverkstæði.

Tjónaökutæki er skilgreint í reglugerðardrögunum sem ökutæki sem orðið hefur fyrir tjóni sem getur haft áhrif á aksturseiginleika þess og akstursöryggi. Skuli þá skilgreina og skrá ökutækið sem tjónaökutæki og er notkun þess bönnuð. Þá er viðurkennt réttingaverkstæði skilgreint á þann veg að það sé búið búnaði til viðgerða á ökutækjum eftir fyrirmælum framleiðenda og skal verkstæðið vottað af aðila sem viðurkenndur er af Einkaleyfastofu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum