Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Yfirlífeindafræðingur - Rannsóknarstofa

Yfirlífeindafræðingur - Rannsóknarstofa HSA

Yfirlífeindafræðingur á sameiginlegri rannsóknarstofu HSA sem er með starfsemi í Neskaupstað og á Egilsstöðum.
Rannsóknarstofan sinnir rannsóknum fyrir Umdæmissjúkrahús Austurlands og heilsugæslu HSA.

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg störf á rannsóknardeild og bakvaktir.
Skipulag og stjórn daglegrar starfsemi og verkefna starfsmanna. Leiðbeinir nýjum starfsmönnum deildar.
Annast markmiðasetningu, heildarskipulag og samhæfingu innan deildar.
Gæðastjórnun.
Gerir fjárhags- og mönnunaráætlun fyrir deildina, annast utanumhald vinnuframlags innan hennar og skipulagningu leyfa, í samráði við mannauðssvið. 
Umsjón með tækjabúnaði og innkaupum fyrir deildina. 
Kennslu-, fræðslu- og leiðbeiningarskylda, sérfræðiráðgjöf og þátttaka í rannsóknastarfi.
Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi.

Hæfnikröfur
Háskólamenntun í faginu og íslenskt starfsleyfi. 
Æskileg er menntun á stjórnunarsviði.
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sem er fær um að nýta hana í öllu sínu starfi hjá stofnuninni.
Lögð er áhersla á frumkvæði, faglegan metnað, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. 
Íslenskukunnátta áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum Laus störf.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. 

Tóbaksnotkun/Vape er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins.
HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Eva Mjöll Þorfinnsdóttir - [email protected] - 470-1482 & 776-2443
Sigríður Kristinsdóttir - [email protected] - 470-1453 & 864-0239


Heilbrigðisstofnun Austurlands
Neskst. Sjúkrah. Rannsókn
Mýrargötu 20
740 Neskaupstaður


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum