Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Lögfræðingur

 
Vísindasiðanefnd - Starf lögfræðings

Vísindasiðanefnd óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf. Starfið er áhugavert og krefjandi, reynir á öguð vinnubrögð og trausta lögfræðilega þekkingu. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi með frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Kröfur um þekkingu og hæfni:
Embættis- eða meistarapróf lögfræði
Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er æskileg
Sjálfstæð, skipuleg og fagleg vinnubrögð
Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
Gott vald á ensku og gjarnan á einu Norðurlandatungumáli

Í starfinu felst m.a.:
Undirbúningur fyrir fundi nefndarinnar og frágangur erinda 
Túlkun laga og reglugerða sem gilda um verkefni Vísindasiðanefndar 
Þátttaka í eftirliti nefndarinnar með framkvæmd heilbrigðisrannsókna
Lögfræðileg ráðgjöf, greining og úrlausn lögfræðilegra álitaefna
Samskipti við rannsakendur, stjórnvöld og stofnanir

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil ofl skal senda á netfangið [email protected] merkt: Starfsumsókn - lögfræðingur.

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.

Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Baldursson, framkvæmdastjóri, í síma 5517100
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum