Hoppa yfir valmynd
18. júní 2004 Innviðaráðuneytið

Seltjarnarneskaupstaður - Skipan starfshóps um skólamál, málsmeðferð við sameiningu grunnskóla, boðun aukafundar í skólanefnd og hlutverk skólanefndar

18. júní 2004
FEL03110025/100

Guðrún Helga Brynleifsdóttir,
Bollagörðum 61
170 Seltjarnarnesi

Vísað er til erindis yðar, dags. 12. nóvember 2003, þar sem þér óskið eftir áliti ráðuneytisins á því hvort

meiri hluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum í tengslum við

tiltekin þrjú álitaefni, þ.e. ákvörðun bæjarstjórnar um sameiningu grunnskóla, ákvörðun bæjarstjórnar um

að skipa starfshóp um málefni sameiningar grunnskóla og ákvörðun um boðun aukafundar í skólanefnd

og atriði tengd fundarefni þess fundar.

Nokkuð hefur dregist að afgreiða erindi yðar en sú töf skýrist bæði af frestum sem aðilum voru veittir til

að leggja fram athugasemdir og annríki í ráðuneytinu. Ráðuneytið sendi erindi yðar til umsagnar

Seltjarnarneskaupstaðar með bréfi, dags. 22. janúar 2004, og barst umsögn sveitarfélagsins ráðuneytinu

með bréfi, dags. 9. febrúar 2004, ásamt fylgiskjölum. Frekari athugasemdir frá yður bárust ráðuneytinu

með bréfi, dags. 20. apríl 2004. Loks bárust viðbótarathugasemdir sveitarfélagsins ráðuneytinu með bréfi,

dags. 21. maí 2004.

I. Málavextir og málsástæður

Fyrstu tvö álitaefnin sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á koma fram í svohljóðandi tillögu sem

samþykkt var á fundi bæ jarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar þann 8. október 2003:

„Lagt er til að grunnskólar Seltjarnarness verði frá og með skólaárinu 2004-2005 gerðir að

sameiginlegri fag- og rekstrareiningu er lúti stjórn eins skólastjóra í stað tveggja eins og nú er.

Bæjarstjórn feli skólanefnd að skipa tvo fulltrúa meirihluta og einn fulltrúa minnihluta skólanefndar er

annast skuli undirbúning og framkvæmd sameiningarinnar. Tilgangur sameiningar skólanna er að skapa

öfluga skólaheild sem í senn býr yfir kostum sveigjanleika og frelsis smærri skóla ásamt faglegum

styrkleika og hagræði stærri skóla.“

 

Ákvörðunin var tekin án þess að hljóta áður umfjöllun í skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar. Í erindi yðar

er óskað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort sá hluti ákvörðunarinnar sem felur í sér ákvörðun um

sameiningu grunnskóla Seltjarnarneskaupstaðar brjóti gegn góðum stjórnsýsluháttum. Til stuðnings þeirri

skoðun er einkum vísað til hlutverks skólanefndar samkvæmt grunnskólalögum nr. 66/1995, einkum 12.

gr., sbr. lög nr. 48/2001, samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar nr. 508/2002 og

venjum um hvaða mál skólanefnd fái til umfjöllunar. Með ákvörðuninni hafi málsmeðferð í lögboðinni

nefnd á vegum sveitarfélagsins verið sniðgengin.

Í umsögn Seltjarnarneskaupstaðar um erindi yðar, dags. 9. febrúar 2004, er því haldið fram að við töku

hinnar umdeildu ákvörðunar hafi góðum stjórnsýsluháttum verið fylgt. Framlagning tillögunnar hafi verið

gerð í samræmi við fundarsköp bæ jarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar og jafnframt auglýst opinberlega

með viku fyrirvara. Bæ jarstjórn Selstjarnarneskaupstaðar fari með æ ðsta vald í málefnum sveitarfélagsins

í samræmi við ákvæ ði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr.

33/1944, með síðari breytingum, sem kveður á um að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir

því sem lög ákveða. Ákvæ ði grunnskólalaga nr. 66/1995, sbr. einkum 12. gr., kveði á um lögbundið

hlutverk og lögbundin verkefni skólanefnda. Umfjöllun um tillögu um sameiningu grunnskóla falli ekki

þar undir og því hafi bæ jarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar réttilega getað tekið slíka ákvörðun án

undanfarandi málsmeðferðar skólanefndar.

Annað álitaefni í erindi yðar lýtur að þeim hluta tilvitnaðrar ákvörðunar bæ jarstjórnar

Seltjarnarneskaupstaðar að skipaður skuli þriggja manna starfshópur úr hópi skólanefndar

sveitarfélagsins. Farið er fram á álit ráðuneytisins á því hvort ákvörðunin samrýmist grunnskólalögum,

samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar og sveitarstjórnarlögum. Í erindi yðar er vísað

til skipunar skólanefndar Seltjarnarneskaupstaðar skv. 20. tölul. 51. gr. samþykktar um stjórn og

fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar nr. 508/2002, sbr. hlutverk nefndarinnar samkvæmt grunnskólalögum

nr. 66/1995. Með skipun starfshópsins sé umfjöllun um málefni tengd sameiningu grunnskóla

Seltjarnarneskaupstaðar í skólanefnd sniðgengin, þrátt fyrir að um lögbundna nefnd sé að ræ ða með það

lögákveðna hlutverk að fjalla um málefni grunnskóla sveitarfélagsins. Jafnframt sé lýðræ ðislega

ákveðnum hlutföllum raskað enda fái málefnið umfjöllun í þriggja manna starfshópi, þar sem einn fulltrúi

Neslistans situr, í stað fimm manna skólanefndar, þar sem tveir fulltrúar listans eiga sæ ti. Með skipun

starfshópsins verði jafnframt lögákveðnir áheyrnarfulltrúar kennara, foreldra og skólastjórnenda í

skólanefnd af tæ kifæ ri til þátttöku í umfjöllun um sameiningu skólanna.

Í umsögn Seltjarnarneskaupstaðar er framangreindum rökum mótmæ lt. Því er haldið fram að skipun

starfshópsins sé í samræmi við lög og samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar nr.

508/2002. Af hálfu Seltjarnarneskaupstaðar er meðal annars vísað til 52. gr. samþykktar um stjórn og

fundarsköp sveitarfélagsins þar sem fram kemur að bæ jarstjórn sé heimilt að kjósa í nefndir til að vinna

að einstökum málum og þess að verkefni starfshópsins hafi ekki fallið undir hlutverk og verksvið

skólanefndar.

Þriðja álitaefnið í erindi yðar lýtur að aukafundi sem var haldinn í skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar

þann 27. október 2003. Tilefni fundarins og eina mál á dagskrá var bréf foreldris barns í Mýrarhúsaskóla

vegna framkomu skólastjóra og eins kennara í skólanum. Fram kemur að á fundinum hafi svohljóðandi

bókun verið gerð af hálfu meirihluta skólanefndar:

„Fulltrúar meirihluta skólanefndar líta málið mjög alvarlegum augum og leggja til að embæ ttismenn

bæ jarins vinni greinargerð um málið á grundvelli stjórnsýslulaga í samvinnu við lögmenn bæ jarins.“

 

Í erindi yðar er meðal annars óskað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort brotið hafi verið gegn 13. og 14. gr.

stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem hvorki hafi verið gæ tt andmæ laréttar né send tilkynning um meðferð

málsins til viðkomandi tveggja starfsmanna. Jafnframt kemur fram sú skoðun að mál tengd meintum

ávirðingum á hendur kennara og skólastjóra heyri ekki undir skólanefnd samkvæmt ákvæ ðum III. kafla

laga nr. 72/1996.

Framangreindu er mótmæ lt í umsögn Seltjarnarneskaupstaðar og því haldið fram að eðlilegt hafi verið að

kynna málið fyrir skólanefnd sem tæ ki afstöðu til áframhalds þess. Engin efnisákvörðun hafi hins vegar

verið tekin á umræ ddum fundi. Á þeim tíma sem fundurinn var haldinn hafi ekki verið komin fram

skilyrði til að tilkynna um málsmeðferð og gefa aðilum kost á andmæ lum í samræmi við ákvæ ði

stjórnsýslulaga. Þau skilyrði hafi komið fram síðar og hafi aðilar málsins þá notið réttar samkvæmt

umræ ddum ákvæ ðum stjórnsýslulaga.

Málavextir og athugasemdir aðila verða ekki raktar nánar í sérstakri umfjöllun en einstökum atriðum

verða gerð ítarlegri skil í áliti ráðuneytisins eftir því sem tilefni er til.

II. Álit ráðuneytisins.

 

Í erindi yðar er almennt óskað eftir áliti ráðuneytisins á því hvort meiri hluti D-lista Sjálfstæ ðisfélaganna á

Seltjarnarnesi hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum í tengslum við tiltekin þrjú álitaefni. Í umfjöllun

um hvert þeirra er einnig vísað til laga og annarra reglna sem þér teljið koma til álita að hafi verið brotnar.

Ráðuneytið telur skilyrði uppfyllt til að taka erindi yðar til athugunar á grundvelli 102. gr.

sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið vill þó taka fram að valdheimildir ráðuneytisins samkvæmt greininni lúta

einungis að eftirliti með starfsemi sveitarfélaga og tekur umfjöllun ráðuneytisins mið af því. Einskorðast

hún því við athafnir og ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnkerfis Seltjarnarneskaupstaðar Jafnframt

beinist álit ráðuneytisins eingöngu að þeim lagalegu álitaefnum sem deilt er um í málinu og er þar af

leiðandi ekki tekin afstaða til ólíkra pólitískra sjónarmiða um stjórnskipulag sveitarfélagsins.

Helstu lög og reglur sem gilda um þau álitaefni sem eru til umfjöllunar eru ákvæ ði sveitarstjórnarlaga nr.

45/1998, sbr. einkum 9. gr. um hlutverk og valdsvið sveitarstjórnar og IV. kafli um nefndir, ráð og

stjórnir. Ákvæ ði grunnskólalaga nr. 66/1995 hafa jafnframt þýðingu, einkum þau ákvæ ði laganna sem

kveða á um hlutverk sveitarstjórnar og skólanefndar. Ákvæ ði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafa þýðingu

um þriðja álitaefnið. Auk ákvæ ða laga koma til skoðunar samþykkt um stjórn og fundarsköp

Seltjarnarneskaupstaðar nr. 508/2002 og erindisbréf fyrir skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar.

A. Um valdsvið skólanefndar

 

Vegna fyrsta álitaefnisins lítur ráðuneytið svo á að einkum sé óskað álits á því hvort bæ jarstjórn geti tekið

ákvörðun um sameiningu grunnskóla sveitarfélagsins án undanfarandi afgreiðslu skólanefndar á

málefninu.

Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga fer sveitarstjórn með stjórn hvers sveitarfélags samkvæmt

ákvæ ðum laga. Í 1. mgr. 44. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórn ákveði valdsvið nefnda, ráða og

stjórna sem hún kýs nema slíkt sé ákveðið í lögum. Í Seltjarnarneskaupstað starfar skólanefnd í samræmi

við 1. mgr. 12. gr. grunnskólalaga nr. 66/1995, sbr. 20. tölul. 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp

Seltjarnarneskaupstaðar nr. 508/2002. Valdsvið skólanefndar er lögbundið skv. 12. gr. grunnskólalaga og

öðrum ákvæ ðum laganna en bæ jarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hefur afmarkað valdsvið nefndarinnar

með nánari hæ tti í erindisbréfi. Í erindisbréfinu eru meðal annars tiltekin ákveðin verkefni skólanefndar

sem ekki koma fram í lögum, eins og nánar verður vikið að síðar.

Í 1. mgr. 12. gr. grunnskólalaga kemur fram að skólanefnd skuli fara með málefni grunnskóla eftir því

sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. Í 2. málsl. 2. mgr.

sömu greinar, sbr. lög nr. 48/2001, er mæ lt fyrir um valdsvið skólanefndar með þeim hæ tti sem kann að

skipta máli vegna ákvarðana um sameiningu grunnskóla. Þar segir að skólanefnd geri tillögur til

skólastjóra og/eða skólanefndar um umbæ tur í skólastarfi. Félagsmálaráðuneytið hefur í áliti frá 30. júní

2000 varðandi Öxarfjarðarhrepp (ÚFS 2000:144) fjallað um málefni tengd sameiningu grunnskóla.

Niðurstaða ráðuneytisins í álitinu felur meðal annars í sér að sveitarstjórn geti hafið undirbúning að

sameiningu grunnskóla í sveitarfélagi án atbeina skólanefndar. Ákvæ ði 2. málsl. 2. mgr. 12. gr.

grunnskólalaga var sett eftir að framangreint álit var veitt. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi sem

varð að lögum nr. 48/2001 kemur fram að ákvæ ðið taki af tvímæ li um rétt skólanefndar til að gera tillögur

til skólastjóra eða eftir atvikum sveitarstjórnar um úrbæ tur í skólastarfi. Lagabreytingin fól því ekki í sér

efnislegar breytingar heldur var hún gerð til að undirstrika tillögurétt skólanefndar um úrbæ tur í

skólastarfi og er því enn unnt að líta til framangreinds álits um valdheimildir sveitarstjórnar við

sameiningu grunnskóla.

Valdsvið skólanefndar Seltjarnarneskaupstaðar samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar felur einkum í sér

vísun til lögboðins valdsviðs skólanefnda samkvæmt grunnskólalögum. Í erindisbréfinu kemur jafnframt

fram að skólanefndin skuli vera faglegur umfjöllunaraðili um skólastarf á Seltjarnarnesi. Í erindisbréfinu

kemur fram að skólanefnd starfi í umboði bæ jarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar og verður ekki séð af

ákvæ ðum erindisbréfsins að skólanefnd sveitarfélagsins eigi skyldubundið að fjalla um og afgreiða

málefni grunnskóla sveitarfélagsins áður en þau eru afgreidd af bæ jarstjórn, umfram það sem lög ákveða.

Meginregla 1. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga felur í sér að sveitarstjórn fer með æ ðsta vald í málefnum

sveitarfélags. Er sú meginregla nátengd ákvæ ðum 78. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr.

sveitarstjórnarlaga um sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga. Í ljósi reglunnar verða ákvæ ði laga, reglugerða og

samþykkta að tiltaka með skýrum hæ tti ef takmarka á vald sveitarstjórnar til ákvarðanatöku um einstök

málefni sveitarfélags, til að mynda ef skylt er að láta nefnd fjalla um mál áður en það kemur til afgreiðslu

sveitarstjórnar. Meginreglan hefur jafnframt þá þýðingu að í vafatilvikum verður að líta svo á að

sveitarstjórn hafi óskert ákvörðunarvald um tiltekið málefni.

Menntamálaráðuneytið tók nýverið til umfjöllunar málefni tengd sameiningu grunnskóla

Seltjarnarneskaupstaðar í kjölfar erindis foreldraráðs Mýrarhúsaskóla, sbr. bréf ráðuneytisins dags. 16.

febrúar 2004. Í bréfinu er efni ákvæ ðis 11. gr. grunnskólalaga rakið, meðal annars um það að sveitarfélag

sem reki tvo eða fleiri grunnskóla teljist eitt skólahverfi og jafnframt að sveitarstjórn sé þó heimilt að

ákveða að skipta sveitarfélagi í fleiri en eitt skólahverfi. Með vísan til ákvæ ðisins er það afstaða

menntamálaráðuneytisins að ákvörðunarvald um skipulag skólahverfa liggi hjá sveitarstjórn. Í niðurlagi

bréfs ráðuneytisins kemur jafnframt fram að ábyrgð á rekstri og framkvæmd grunnskólans liggi hjá bæ jareða

sveitarstjórnum samkvæmt grunnskólalögum.

Á grundvelli framangreindrar umfjöllunar er það niðurstaða ráðuneytisins að ákvörðun bæ jarstjórnar

Seltjarnarneskaupstaðar um sameiningu grunnskóla sveitarfélagsins án undanfarandi afgreiðslu

skólanefndar sveitarfélagsins samræmist ákvæ ðum sveitarstjórnarlaga, grunnskólalaga og samþykktar um

stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar.

B. Um skipan þriggja manna starfshóps

 

Annað álitaefnið sem til umfjöllunar er lýtur að ákvörðun bæ jarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar um

skipun þriggja manna starfshóps úr hópi skólanefndarmanna.

Í 7. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um rétt sveitarstjórna til að kjósa nefndir til að vinna að

einstökum afmörkuðum verkefnum, sbr. einnig 52. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp

Seltjarnarneskaupstaðar nr. 508/2002. Ráðuneytið telur að ákvörðun bæ jarstjórnar

Seltjarnarneskaupstaðar um að koma á fót svokölluðum starfshópi er annast skyldi undirbúning og

framkvæmd sameiningarinnar eigi stoð í framangreindu ákvæ ði sveitarstjórnarlaga. Sú skipan að fela

skólanefnd að kjósa þrjá fulltrúa í starfshópinn úr hópi skólanefndarfulltrúa breytir því ekki að það er

bæ jarstjórn sem stofnar til starfshópsins.

Aðalröksemd fyrir ólögmæ ti umræ dds starfshóps byggir á því að verkefni hópsins gangi inn á valdsvið

skólanefndar Seltjarnarneskaupstaðar. Ráðuneytið telur að í þeim tilvikum sem sveitarstjórn kemur á fót

nefndum til að sinna afmörkuðum verkefnum verði að gæ ta að því að hlutverk hinnar verkefnabundnu

nefndar gangi ekki inn á valdsvið fastanefnda sveitarfélags, sbr. 1. mgr. 44. gr. sveitarstjórnarlaga. Til

hliðsjónar er vísað til úrskurðar ráðuneytisins frá 9. ágúst 1996 varðandi Hafnarfjarðarkaupstað (ÚFS

1996:112) sem féll í tíð eldri sveitarstjórnarlaga.

Eins og áður er komið fram í þessu áliti hafa skólanefndir ekki lögákveðnu hlutverki að gegna við

sameiningu grunnskóla. Jafnframt kemur fram að í erindisbréfi fyrir skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar

er nefndinni ekki falið slíkt hlutverk. Verkefni umræ dds starfshóps er samkvæmt ákvörðun

bæ jarstjórnarinnar að annast undirbúning og framkvæmd sameiningar grunnskóla

Seltjarnarneskaupstaðar. Í ljósi þessa telur ráðuneytið að verkefni starfshópsins skerði ekki valdsvið

skólanefndarinnar og skipan og hlutverk starfshópsins samræmist ákvæ ðum sveitarstjórnarlaga,

grunnskólalaga og samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar.

Í ljósi framangreindrar niðurstöðu vekur ráðuneytið athygli á því að skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar

getur tekið til umfjöllunar hvert það málefni sem fellur undir valdsvið nefndarinnar, svo sem um úrbæ tur í

skólastarfi, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. grunnskólalaga, og lagt fram tillögur sem faglegur

umfjöllunaraðili um skólastarf á Seltjarnarnesi, sbr. lokamgr. 2. gr. erindisbréfs fyrir skólanefnd

Seltjarnarneskaupstaðar.

C. Um aukafund skólanefndar 27. október 2003

 

Að mati ráðuneytisins er þriðja álitaefnið, er varðar aukafund í skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar vegna

bréfs foreldris um meintar ávirðingar á hendur skólastjóra og eins kennara í Mýrarhúsaskóla, einkum

þríþæ tt. Í fyrsta lagi lýtur málið að boðun fundarins, í öðru lagi að því hvort viðkomandi málefni falli

undir valdsvið skólanefndar og loks að því hvort tiltekin ákvæ ði stjórnsýslulaga hafi verið brotin.

Í 4. gr. erindisbréfs fyrir skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar kemur fram að formaður boði til fundar svo

oft sem þurfa þykir. Á fundinn voru boðaðir allir skólanefndarfulltrúar og allir aðilar með seturétt á

fundum skólanefndarinnar að undanskildum þeim skólastjóra sem málið varðaði. Ráðuneytið telur sýnt að

viðkomandi skólastjóri hefði talist vanhæ fur til umfjöllunar um eina málefni fundarins, sbr. 1. mgr. 19. gr.

sveitarstjórnarlaga. Réttur hans til að koma að andmæ lum um málið síðar, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga,

leiðir ekki til þess að skólastjórinn hafi átt seturétt á fundinum, sbr. umfjöllun ráðuneytisins hér á eftir.

Á grundvelli framangreinds telur ráðuneytið að eins og atvikum máls var háttað hafi verið rétt að boða

ekki viðkomandi skólastjóra á umræ ddan fund. Hins vegar telur ráðuneytið að eðlilegt hefði verið, og í

samræmi við góða stjórnsýsluhæ tti, að kynna skólastjóranum að viðkomandi fundur yrði haldinn í

skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar, enda hefur hann almennt seturétt á fundum skólanefndarinnar.

Í áliti ráðuneytisins hefur verið gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem gilda um hlutverk skólanefnda en

ekki hefur verið fjallað sérstaklega um valdsvið nefndarinnar gagnvart starfsfólki grunnskóla. Skólanefnd

fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir

kunna að fela henni, sbr. 1. mgr. 12. gr. grunnskólalaga. Í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur fram að

skólastjóri grunnskóla skuli ráðinn af sveitarstjórn að fenginni umsögn skólanefndar. Umræ tt ákvæ ði er

jafnframt tekið upp í 11. gr. erindisbréfs fyrir skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar. Í erindisbréfinu kemur

jafnframt fram að grunnskólakennarar skuli ráðnir af skólastjóra í samráði við skólanefnd

Seltjarnarneskaupstaðar, sbr. 12. gr. erindisbréfsins. Í V. kafla erindisbréfsins er fjallað um meðferð

ágreiningsmála og er lokamgr. 15. gr. svohljóðandi:

„Telji foreldrar eða forráðamenn barna að skólastjóri eða kennari hafi gerst brotlegir við leikskóla- eða

grunnskólalög geta þeir vísað málinu til skólanefndar til úrlausnar.“

 

Samkvæmt lokamgr. 15. gr. erindisbréfs fyrir skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar fæ r nefndin mál vegna

meintra brota kennara og skólastjóra til úrlausnar. Með hliðsjón af meginreglum um veitingarvald

samkvæmt opinberum starfsmannarétti telur ráðuneytið að líta beri svo á að ef meint brot geta leitt til

áminningar eða annars konar starfsmannaviðurlaga felist hlutverk skólanefndar samkvæmt málsgreininni í

því að beina málinu til viðkomandi veitingarvaldshafa til úrlausnar. Af gögnum málsins telur ráðuneytið

mega ráða að þæ r ávirðingar sem bornar voru á skólastjóra og kennara Mýrarhúsaskóla hafi getað falið í

sér brot á grunnskólalögum.

Ákvæ ði 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kveður á um rétt aðila máls til að tjá sig um efni máls áður en

stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða

slíkt sé augljóslega óþarft. Í 14. gr. laganna er kveðið á um það að eigi aðili máls rétt á að tjá sig um efni

þess skv. 13. gr., skuli stjórnvald svo fljótt sem því verður við komið vekja athygli aðila á því að mál sé til

meðferðar nema ljóst sé að hann hafi fengið vitneskju um það fyrir fram.

Á fundi skólanefndar Seltjarnarneskaupstaðar þann 27. október 2003 var bréf foreldris barns í

Mýrarhúsaskóla, þar sem fram komu ávirðingar á hendur skólastjóra og einn kennara, tekið fyrir í fyrsta

skipti hjá skólanefnd Seltjarnarneskaupstaðar. Í samræmi við umfjöllun hér að framan heyrir málefni af

þessum toga undir valdsvið nefndarinnar, sbr. lokamgr. 15. gr. erindisbréfs fyrir skólanefnd

Seltjarnarneskaupstaðar. Það er mat ráðuneytisins, með hliðsjón af orðalagi bókunar meiri hluta

skólanefndar Seltjarnarneskaupstaðar, að í bókuninni felist afgreiðsla sem markar upphaf málsmeðferðar

viðkomandi máls í stjórnkerfi Seltjarnarneskaupstaðar. Það er því álit ráðuneytisins að ekki hafi verið

brotinn réttur á viðkomandi aðilum málsins skv. 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga, enda hafi ekki verið

tímabæ rt að tilkynna um upphaf máls fyrr en eftir að skólanefnd ákvað að taka málið til meðferðar.

Með vísan til þess sem að framan er rakið gerir ráðuneytið ekki athugasemdir við málsmeðferð

Seltjarnarneskaupstaðar vegna þeirra þriggja álitaefni sem fjallað er um í erindi yðar.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G.Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

Afrit:

Seltjarnarneskaupstaður

18. júní 2004 - Seltjarnarneskaupstaður - Skipan starfshóps um skólamál, málsmeðferð við sameiningu grunnskóla, boðun aukafundar í skólanefnd og hlutverk skólanefndar. (PDF)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum