Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2018

Sérfræðingur í áhættustýringu

Sérfræðingur í áhættustýringu

Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða sérfræðing í áhættustýringu.
Sérfræðingurinn mun starfa innan einingar áhættustýringar og snertir starf hans öll starfssvið áhættustýringar og felur í sér samstarf við flest svið Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Mannauðsstefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í þróun aðferða og kerfa innan áhættustýringar
Greining á ferlum og áhættumat
Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila
Úrvinnsla og framsetning talna og gagna
Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
Háskólamenntun í verkfræði, hagfræði eða skyldum greinum
Góð tölvukunnátta, svo sem á töflureikna og tölfræðiforrit
Afbragðs greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
Þekking á greiningu ferla kostur
Hæfni til tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
Hæfni í mannlegum samskiptum og til að vinna í hópi
Frumkvæði, samviskusemi og nákvæmni

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsókn óskast fyllt út á vef starfatorgs.
Um fullt starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjandi þarf að skila sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá sjóðnum.
Íbúðalánasjóður hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Um er að ræða tímabundna ráðningu í eitt ár með möguleika á framlengingu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Þorsteinn Arnalds - [email protected] - 5696900

ILS Skrifstofa forstjóra
Borgartúni 21
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum