Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2019

Lektor í lögreglufræði


Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar tvær 100% stöður
lektors í lögreglufræði við hug- og félagsvísindasvið

Leitað er eftir sérfræðingum á fræðasviðum félagsvísinda sem tengjast viðfangsefnum lögreglunnar og löggæslu í samfélaginu.  Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2019.  Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar.

Öll rannsóknasvið sem tengjast viðfangsefnum lögreglunnar og löggæslu í samfélaginu koma til greina. Næsti yfirmaður er deildarformaður félagsvísindadeildar. Starfsstöð viðkomandi mun verða á Akureyri.

Við námsbraut í lögreglufræði er boðið upp þriggja ára nám til BA prófs í lögreglufræði og tveggja ára diplómanám fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu annast starfsnám lögreglunema í samvinnu við Háskólann á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. 
Umsækjandi skal sýna fram á hæfni til kennslu grunnnámskeiða á sviði lögreglufræði eða tengdra greina.
Nauðsynlegt er að umsækjandi sé fær um að kenna á íslensku.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af lögreglustörfum.
Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni. 
Við mat á umsóknum er einnig tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir kennslu- og rannsóknaþarfir hug- og félagsvísindasviðs. 

Umsókn skal fylgja: 
Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu. 
Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum.
Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á.
Nöfn þriggja meðmælenda, æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda. 
Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (allt að þremur ritum). Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. 
Þá skal umsækjandi gera grein fyrir áformum um rannsóknir ef til ráðningar kemur. 


Umsóknarfrestur er til 15. mars 2019. Umsóknir og fylgigögn skal senda skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið [email protected]. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 , reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri með áorðnum breytingum og reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Anna Ólafsdóttir forseti hug- og félagsvísindasviðs, sími 460-8577, netfang [email protected]

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum