Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019

Jarðfræðingur

Jarðfræðingur

Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir jarðfræðingi með áherslu á berggrunnskortagerð og jarðminjaskráningu.

Starfið felur í sér:
• Kortlagning berggrunns á Íslandi í kvarða 1:100.000 eða betra
• Skráning jarðminja á Íslandi í jarðminjaskrá
• Mat á verndargildi jarðminja

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf, meistaragráða í jarðfræði
• Reynsla af berggrunnskortlagningu og vettvangsvinnu
• Líkamlegt hreysti og færni í fjallamennsku
• Góð þekking á jarðfræði og jarðsögu Íslands
• Þekking og kunnátta á landupplýsingakerfum
• Lipurð í mannlegum samskiptum og ritfærni á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Umsókninni skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Guðmundur Guðmundsson - [email protected] - 590-0500

Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands (14401)

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum