Hoppa yfir valmynd
29. apríl 1998 Innviðaráðuneytið

Bessastaðahreppur - Heimild sveitarstjórnar til að víkja einstaklingi úr nefnd fyrir lok kjörtímabils

Kristján Sveinbjörnsson 29. apríl 1998 98040030

Miðskógum 6 1001

225 Bessastaðahreppi

Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 15. apríl 1998, þar sem óskað er eftir úrskurði ráðuneytisins um “hvort sveitarstjórn sem kýs einstaklinga í fagnefnd til loka kjörtímabils geti án samþykkis frá nefndarmanni kosið annan í hans stað.“ Jafnframt er óskað eftir að úrskurður verði kveðinn upp með hraði svo unnt verði að fá álit umboðsmanns Alþingis um málið fyrir sveitarstjórnarkosningar 23. maí n.k.

Það upplýsist hér með að ráðuneytið hefur ekki tök á að taka mál yðar til úrskurðarmeðferðar og ljúka því á svo stuttum tíma. Ef úrskurða á um málið þarf að leita umsagnar hreppsnefndar Bessastaðahrepps um það og kanna þannig öll atvik í umræddu máli. Í 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 er gert ráð fyrir að ráðuneytið kveði upp úrskurði sína innan tveggja mánaða frá því að erindi barst til úrskurðar. Einnig er staðan sú að fjölmörg mál eru til úrskurðar í ráðuneytinu nú sem framar eru í afgreiðsluröðinni en erindi yðar.

Þrátt fyrir framangreint telur ráðuneytið rétt, til að gefa yður betri yfirsýn yfir þær reglur sem á þessu sviði gilda, að senda yður ljósrit af úrskurði ráðuneytisins frá 21. apríl 1997 sem fjallar m.a. um nýja kosningu í hafnarstjórn og skólanefnd grunnskóla í Hafnarfjarðarkaupstað.

Ef þér óskið enn eftir að ráðuneytið taki mál yðar sérstaklega til úrskurðar er óskað eftir upplýsingum um það, en sá úrskurður yrði því miður ekki kveðinn upp fyrir 23. maí n.k.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum