Hoppa yfir valmynd
29. júní 2020

Doktorsnemi í efnafræði

Doktorsnemi í efnafræði


Laus er til umsóknar staða doktorsnema í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Við leitum að áhugasömum doktorsnema til að smíða stakeindir og tengja við liffjölliður, nánar tiltekið peptíð og kjarnsýrur.


Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnið: Tvístakeindir fyrir DNP NMR á líffjölliðum innan sem utan fruma
Stöðugar stakeindir nýtast á mörgum sviðum, allt frá fjölliðuefnafræði að litrófsgreiningum. Við höfum viðamikla reynslu af því að smíða stakeindir sem merki fyrir rafeindasegulspunalitrófsgreiningu (e. electron paramagnetic resonance spectroscopy) og innleiða þær á ákveðna staði í bæði DNA og RNA. Að undanförnu höfum við einnig smíðað stakeindapör í þeim tilgangi að auka næmni kjarnsegullitrófsgreininga (e. nuclear magnetic resonance spectroscopy) með mögnun á kjarnaskautun (e. dynamic nuclear polarization, DNP). Markmið verkefnisins er að smíða nýjar stakeindir og tengja við peptíð og kjarnsýrur í því augnamiði að innleiða stakeindirnar inn í ákveðna staði í frumum, til DNP NMR rannsókna á líffjölliðum og niðurbrotsefnum í völdum frumulíffærum. Rannsóknir þessar verða unnar í samstarfi við rannsóknahópa í Karolinska Institute í Svíþjóð, og ETH í Sviss. 


Hæfnikröfur
>> Meistaragráða í lífrænni efnafræði
>> Reynsla í fjölskrefa efnasmíðum er æskileg
>> Frumkvæði og metnaður
>> Góð hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
>> Góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli

Ráðning er háð því að nemandinn sæki formlega um doktorsnám við deildina og verði samþykktur inn í það, stundi hann ekki doktorsnám nú þegar.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Rannsóknarhópurinn 
Leiðbeinandi er Snorri Þór Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands (https://scholar.google.com.br/citations?user=Ao9HoBUAAAAJ&hl=en). Hann veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 525-4801 og tölvupósti [email protected]
Rannsóknahópurinn hefur aðstöðu á Raunvísindastofnun Háskólans. Nánari upplýsingar um rannsóknahópinn er að finna á vefsíðu okkar (https://notendur.hi.is/~snorrisi/).

Starfið hefst 1. október 2020. 

Umsókninni skal fylgja i) kynnisbréf, ii) ferilskrá, iii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám), iv) TOEFL einkunn. Umsækjendur skulu óska eftir að send verði tvö umsagnarbréf beint frá umsagnaraðilum á [email protected] (Nafn umsækjanda skal tilgreint í efnislínu).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.08.2020


Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Guðnason - [email protected] - 5254810 



Raunvísindastofnun Háskólans
EH Efnafræðistofa
Dunhaga 3
107 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum