Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2017

Dýralæknir - Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum - Reykjavík - 201711/1708

Dýralæknir með áherslu á bakteríufræði

Laust er til umsóknar starf dýralæknis á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Dýralæknir sem ráðinn verður í starfið mun starfa á sýkladeild og vinna að verkefnum Keldna varðandi greiningar á dýrasjúkdómum, uppbyggingu og þróun grunn- og þjónustuverkefna, viðbragðsáætlunum vegna  smitsjúkdóma og verkefnum þeim tengdum. Tilraunastöðin starfar m.a. sem innlend tilvísunarrannsóknastofa fyrir Campylobacter og sýklalyfjanæmi og tekur starfið á deildinni mið af því.

Starfssvið

  • Yfirumsjón með daglegri starfsemi sýkladeildar Tilraunastöðvarinnar, þ.m.t.
    • bakteríurannsóknir
    • rannsóknir á sýklalyfjanæmi
    • framleiðsla á bóluefni gegn sauðfjársjúkdómum af völdum baktería
  • Rannsóknir og þjónusta í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir búfé og önnur dýr, í samstarfi við Matvælastofnun  og starfandi dýralækna
  • Þróun og endurbætur á greiningaraðferðum
  • Ráðgjöf innan fræðasviða Tilraunastöðvarinnar
  • Innlend- og alþjóðleg samvinna
  • Leiðbeining nema í námsverkefnum

Gerðar eru eftirfarandi menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættispróf í dýralækningum
  • Þekking og reynsla á sviði sjúkdómsgreininga og bakteríufræða
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi unnið við rannsóknaverkefni og komið að stjórnun þeirra
  • Samstarfshæfni, frumkvæði og klínísk reynsla eru ákjósanlegir kostir

Nánari upplýsingar veita Vala Friðriksdóttir deildarstjóri bakteríu- sníkjudýra- og meinafræðideildar Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum ( sími 585-5100, netfang: [email protected]) og Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar (sími  585-5100, netfang: [email protected]).

Umsóknir skulu sendast framkvæmdastjóra Keldna (netfang [email protected]) fyrir 30.11.2017. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt  upplýsingum um umsagnaraðila.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið.

Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun með margþætta starfsemi.  Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturannsóknum á sviði dýrasjúkdóma. Tilraunastöðin sinnir einnig þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvöruframleiðslu.  Upplýsingar um starfsemi Keldna er að finna á www.keldur.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum