Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2019

Sérfræðingur, líffræðingur - umhverfisfræðingur

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmann sem getur unnið við fjölbreytt störf sem felast í því að halda utan um verkefni á sviði vöktunar lykilþátta íslenskrar náttúru og náttúruverndarsvæða. 

Starfið felur í sér: 

  • Umsjón með vöktunaráætlun Náttúrufræðistofnunar og framkvæmd hennar, sbr. 74. gr. laga um náttúruvernd.
  • Vinna við gerð vöktunaráætlana fyrir náttúruverndarsvæði.
  • Tengiliður við náttúrustofur og aðra samstarfsaðila um vöktunarverkefni.
  • Halda utan um niðurstöður vöktunar.
  • Vinna úr niðurstöðum vöktunar í samvinnu við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og samstarfsaðila.
  • Undirbúa birtingu niðurstaðna og miðlun upplýsinga um þær í vöktunargátt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.
  • Tryggja varðveislu gagna í gagngrunnum og aðgengi að þeim.
  • Ýmis önnur störf sem falla að framangreindu.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í líffræði, umhverfisfræði eða sambærilegum greinum.
  • Reynsla af og þekking á vöktunarverkefnum.
  • Yfirsýn og þekking á íslenskri náttúru.
  • Hæfni til að setja sig inn í fjölþætt verkefni. • Lipurð í mannlegum samskiptum og ritfærni á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Umsókninni skal fylgja, ítarleg menntunar- og starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Trausti Baldursson - [email protected] - 590-0500

Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands (14401)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum