Hoppa yfir valmynd
24. maí 2012 Innviðaráðuneytið

Birting fundargerða ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að birta fundargerðir ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á vef sjóðsins.

Ráðgjafarnefndin, sem skipuð er af innanríkisráðherra til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum,  gerir tillögur til ráðherra um úthlutanir framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga annarra en bundinna framlaga.

 Nefndin fundar að jafnaði einu sinni á mánuði yfir vetrartímann en sjaldnar að sumri til.

Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs eiga nú sæti:

  • Guðmundur Bjarnason, fyrrv. bæjarstjóri, formaður
  • Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði,
  • Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,
  • Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað,
  • Þórunn Egilsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Vopnafjarðarhreppi.

Fundargerðir nefndarinnar frá því í janúar 2012 koma nú til birtingar, sjá hér á vefsvæði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum