Hoppa yfir valmynd
16. maí 2019

Verkefnastjóri vegna umsókna rannsóknarstyrkja - Heilbrigðisvísindasvið

Verkefnastjóri vegna umsókna rannsóknarstyrkja í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 80% starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (grant writer) í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar. Viðkomandi verður jafnframt hluti af rannsóknarteymi verkefnisins.

Starfið er allt í senn spennandi, fjölbreytt og krefjandi. Miklu skiptir að viðkomandi sé skipulagður og lausnamiðaður. Einnig að viðkomandi sé drífandi, reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarinnar og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan rannsóknarinnar geta krafist.

Helstu verkefni og ábyrgð
>>Styrkjaskrif fyrir rannsóknina
>>Samskipti við styrkveitendur
>>Aðkoma að skýrsluskilum vegna styrksamninga
>>Aðkoma að útreikningum á kostnaðarþáttum fyrir styrkumsóknir
>>Aðstoð við skrif á árs- og lokaskýrslum
>>Þátttaka í vísindastarfi rannsóknarinnar
>>Aðkoma að greinaskrifum
>>Ýmis önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
>>Doktorspróf á sviði heilbrigðisvísinda
>>Góð þekking á faraldsfræði
>>Reynsla af klínísku starfi er æskileg
>>Reynsla af vinnu við vísindaverkefni er æskileg
>>Reynsla af sambærilegum verkefnum telst kostur
>>Reynsla af því að vinna í teymi telst kostur
>>Öguð vinnubrögð, nákvæmni, útsjónarsemi
>>Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
>>Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
>>Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Rannsóknin er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi og Memorial Sloan Kettering krabbameinsmiðstöðina í New York. Skimað er fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu og þeim einstaklingum sem greinast með forstig mergæxlis fylgt eftir í slembdri klínískri tilraun (randomized clinical trial (RCT)) til þess að meta ávinning af skimunarrannsóknum.

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands, leiðir rannsóknina og er hún gerð í samstarfi við rannsóknarhóp hans.

Til staðar er styrkur til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans,https://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2 .

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands,https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands .

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 04.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Yngvi Kristinsson - [email protected] - 525 4000


Heilbrigðisvísindasvið
v/Vatnsmýrarveg
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum