Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2020

Lögreglumenn

Lögreglumenn

Hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi eru lausar til umsóknar 7 stöður almennra lögreglumanna með starfsstöð á Selfossi.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. september 2020.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2020 og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Suðurlandi, Hlíðarvegi 16, 860  Hvolsvöllur eða sendar á netfangið [email protected].

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.  Um vaktavinnu er að ræða á sólarhringsvöktum en um verksvið lögreglumanns vísast til 11. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi. 

Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Til að staðreyna hvort umsækjandi uppfylli skilyrði e-liðar 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er lögreglustjóra heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn og Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri, í síma 444 2000 

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum