Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2020

Forseti viðskipta- og raunvísindasviðs

Forseti viðskipta- og raunvísindasviðs

 Við Háskólann á Akureyri er laus til umsóknar staða forseta viðskipta- og raunvísindasviðs
Staða forseta fræðasviðs er fullt starf og felur m.a. í sér yfirumsjón með allri starfsemi og rekstri fræðasviðsins og stefnumörkun í málefnum sviðsins í samræmi við stefnu Háskólans á Akureyri. Næsti yfirmaður er rektor Háskólans á Akureyri. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2021. Starfsstöðin er á Akureyri.


Helstu ábyrgðasvið forseta fræðasviðs (sjá nánar reglur fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009): 
Útfærsla og framkvæmd stefnu háskólans á vettvangi fræðasviðsins.
Starfsmannamál fræðasviðsins.
Fjármál, rekstur og almenn stjórnsýsla sviðsins.
Yfirumsjón með rannsóknavirkni og kennslu á sviðinu.
Gæði kennslu, rannsókna og þjónustu á fræðasviðinu.
Yfirumsjón með innlendum og erlendum samskiptum fræðasviðsins.

Forseti fræðasviðs situr í framkvæmdastjórn háskólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu uppfylla almenn hæfisskilyrði sem háskólakennarar á vettvangi þeirra fræða         sem kennd eru á fræðasviðinu og hafa þekkingu og reynslu af háskóla- og eða rannsóknastarfi.         Æskilegt er að viðkomandi uppfylli að lágmarki dósentshæfi.
Doktorspróf er skilyrði og nauðsynlegt að prófið sé á vettvangi fræða sem kennd eru á
        viðskipta- og raunvísindasviði eða tengjast mjög náið helstu viðfangsefnum þess.
Góð samstarfshæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum eru skilyrði.
Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er skilyrði.
Áhugi á stjórnendahlutverkinu er nauðsynlegur og metnaður til að leggja sig fram í slíku hlutverki.
Hæfileiki til að móta og miðla framtíðarsýn og byggja upp og leiða teymi akademískra starfsmanna         eru skilyrði.
Góð tök á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.


Til greina kemur að forseti fræðasviðs komi að kennslu og rannsóknum innan fræðasviðsins sem hluti af starfi sínu.


Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2020. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Umsóknir og fylgigögn skal senda á rafrænu formi á netfangið [email protected].


Fylgigögn með umsókn eru: 
Greinargerð umsækjanda um helstu áherslur sínar í starfi forseta fræðasviðsins og sýn umsækjanda á það hvernig viðkomandi muni móta fræðasviðið til framtíðar (hámarkslengd 3 síður).
Náms- og starfsferilskrá
Staðfest afrit af prófskírteinum
Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda, eftir því sem við á.
Ritaskrá ásamt skýrslu um vísindastörf og þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur vera sín         bestu verk (allt að fimm ritum). Ef umsækjandi er meðhöfundur að innsendu verki skal hann gera         grein fyrir sínu framlagi til verksins.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára í senn í samræmi við reglur nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor í kjölfar álits dómnefndar um hæfi umsækjenda samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Jafnframt er notast við sjálfstætt mat fagaðila til að meta stjórnunar- og samskiptahæfileika ásamt stjórnunarreynslu viðkomandi. Einnig er litið til umsagnar viðskipta- og raunvísindasviðs. Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum fræðasviðsins og Háskólans á Akureyri.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri eða Félags prófessora við ríkisháskóla og fjármálaráðherra.


Upplýsingar um viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri er að finna á vef háskólans og stefnu Háskólans á Akureyri má finna hér. Jafnframt er vakin athygli á málstefnu Háskólans á Akureyri.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnir um starfið skal senda á netfangið [email protected].


Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsækjendum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu í starfið. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.


Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um laus störf. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum