Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2020

Hjúkrunarfræðingur - hjarta-, lungna- og augnskurðdeild

Hjúkrunarfræðingur - Komdu í lið með okkur

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að einstaklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og einstaklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. 

Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir á deildinni sem og mikill faglegur metnaður. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á hjúkrun brjóstholsskurðsjúklinga og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms. 
Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp, en breidd í þekkingu og reynslu er grunnþáttur í góðri teymisvinnu á deildinni. Starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Umsækjendum er velkomið að kíkja í heimsókn og fá kynningu á starfi hjúkrunarfræðinga á deildinni, áhugasamir hafið samband við Heiðu Steinunni deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Bera ábyrgð á, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samræmi við þarfir skjólstæðinga deildarinnar
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda þeirra
» Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu verkefna á deild
» Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Áhugi á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.02.2020

Nánari upplýsingar veitir
Heiða Steinunn Ólafsdóttir - [email protected] - 543 7084/ 824 8733


Landspítali
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum