Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2004 Innviðaráðuneytið

Snæfellsbær - Heimildir sveitarfélaga til að ábyrgjast lán til einkahlutafélags í þeirra eigu

Snæfellsbær
15. janúar 2004
FEL04010026/1001

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Snæfellsási 2

360 HELLISSANDI

Vísað er til erindis yðar, dags. 9. janúar 2004, þar sem þér óskið eftir áliti ráðuneytisins á því hvort

sveitarfélögunum Stykkishólmsbæ, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og Helgafellssveit sé heimilt að veita

eignarhaldsfélaginu Jeratún ehf. sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku félagsins.

Með erindinu fylgdu ýmis gögn, þ.á m. samþykktir fyrir Jeratún ehf. og húsaleigusamningur sem félagið

hefur gert við menntamálaráðuneytið. Af málsgögnum er ljóst að félagið er að öllu leyti í eigu

framangreindra sveitarfélaga og er megintilgangur þess að byggja skólahús fyrir framhaldsskóla og

eignarhald og rekstur þess húss. Gildir húsaleigusamningurinn til tuttugu ára. Fyrir liggur að félagið

hyggst taka lán að fjárhæð 330 milljónir króna til að standa straum af byggingarkostnaði.

Í erindinu er rakið að það sé eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga að standa að byggingu

framhaldsskóla og er þeirri skoðun lýst í erindinu að sveitarfélögum hljóti að vera heimilt að ábyrgjast

hlutfallslega sem nemur eignarhlut þeirra í félagi sem er einungis í eigu sveitarfélaga, enda sé um

opinbera framkvæmd að ræða, þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, þar sem

lagðar eru hömlur við ábyrgðarveitingum sveitarfélaga.

Álit ráðuneytisins

Ekki er gert ráð fyrir því í sveitarstjórnarlögum að ráðuneytið geti staðfest lögmæ ti

ábyrgðarskuldbindinga sem sveitarfélög takast á hendur, enda er kveðið á um í 78. gr. stjórnarskrárinnar

að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Svar ráðuneytisins hlýtur því

eingöngu að skoðast sem álit sem ráðuneytið veitir um ýmis álitamál sem upp kunna að koma við

framkvæmd sveitarstjórnarmálefna, sbr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

Samkvæmt 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarfélögum almennt óheimilt að gangast í ábyrgð fyrir

skuldbindingum annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins. Ákvæ ðið er svohljóðandi:

„Eigi má binda sveitarsjóð í ábyrgðir vegna skuldbindinga annarra aðila en stofnana sveitarfélagsins.

Prókúruhafa sveitarsjóðs er þó heimilt fyrir hönd sveitarfélags að ábyrgjast með framsalsáritun greiðslu

viðskiptaskjala sem sveitarfélagið hefur eignast á eðlilegan hátt í tengslum við daglegan rekstur þess.“

Ráðuneytið hefur í nokkrum málum fjallað um túlkun á umræ ddu ákvæ ði. Hefur niðurstaðan í flestum

tilvikum ráðist af því hvort lántakandi gæ ti talist vera „stofnun sveitarfélags“ í skilningi 6. mgr. 73. gr.

sveitarstjórnarlaga, sbr. einnig 60. gr. sömu laga.

Í áliti ráðuneytisins frá 10. júlí 2003 var fjallað um ábyrgðarveitingu til Hitaveitu Rangæ inga. Þar segir

m.a.:

„Þar sem annað er ekki tekið fram í fyrrgreindri reglugerð og samningi verður að miða við að hitaveitan

sé í sameign þeirra sveitarfélaga sem að henni standa. Ákvæ ði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um

byggðasamlög, sbr. 82.-85. gr. laganna, eiga því a.m.k. ekki með beinum hæ tti við um starfsemi

veitunnar og ábyrgð eigenda á skuldbindingum hennar, en í úrskurði ráðuneytisins frá 26. mars 2002,

varðandi Sorpstöð Suðurlands bs., komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að eigendum byggðasamlags

væ ri heimilt að ábyrgjast skuldbindingar byggðasamlags, þar sem það teldist vera stofnun hlutaðeigandi

sveitarfélaga í skilningi 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga.

Í áliti ráðuneytisins frá 23. mars 1987 (ÚFS 1986-1989:45) var fjallað um aðstæ ður sem virðast

sambæ rilegar við mál það sem hér er til umfjöllunar. Var ráðuneytið þar innt álits á því hvort eigendur

Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar mæ ttu takast á hendur sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum

veitunnar. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að þetta væ ri heimilt þar sem hitaveitan teldist stofnun þeirra

sveitarfélaga sem að henni stóðu, sbr. 4. mgr. 89. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986.“

Að áliti ráðuneytisins geta framangreind sjónarmið einnig átt við um eignarhaldsfélagið Jeratún ehf., sem

er stofnað gagngert í þeim tilgangi að vera samstarfsvettvangur fjögurra sveitarfélaga utan um lögákveðið

verkefni, sem er bygging framhaldsskóla, sbr. XII. kafla laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996. Er það mat

ráðuneytisins að ekki beri að túlka ákvæ ði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, svo þröngt að

það hindri að sveitarfélög ábyrgist lán sem tekin eru í nafni félags sem þau stofna til að ræ kja verkefni

sem þeim er falið samkvæmt lögum.

Með vísan til þess sem að framan er rakið telur ráðuneytið að Stykkishólmsbæ , Snæ fellsbæ ,

Grundarfjarðarbæ og Helgafellssveit sé heimild að veita eignarhaldsfélaginu Jeratúni ehf. ábyrgð,

hlutfallslega sem nemur eignarhluta hvers sveitarfélags fyrir sig, vegna lántöku félagsins að upphæ ð 330

milljónir króna. Ráðuneytið vill þó benda á að það telur eðlilegt að sem fyrst verði bæ tt í samþykktir

félagsins ákvæ ði um hvernig fara skuli með ábyrgð eigenda á skuldbindingum félagsins við brottgöngu úr

félaginu. Jafnframt mæ lir ráðuneytið með því að frekari hömlur verði í samþykktum félagsins við sölu

einstakra hluta, t.d. á þann veg að óheimilt verði að selja öðrum en sveitarfélögum eða ríkissjóði hluti

nema með samþykki allra hluthafa.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Guðmundur Ómar Hafsteinsson (sign.)

 

15. janúar 2004 - Snæfellsbær - Heimildir sveitarfélaga til að ábyrgjast lán til einkahlutafélags í þeirra eigu (PDF)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum