Hoppa yfir valmynd
6. maí 1996 Innviðaráðuneytið

Skútustaðahreppur - Möguleikar á skiptingu sveitarfélagsins

Eyþór Pétursson                                                                                        6. maí 1996                                    96040107

Baldursheimi III, Skútustaðahreppi                                                                                                                   16-6607

660 Reykjahlíð

 

 

 

 

            Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 24. apríl 1996, varðandi hugmyndir um möguleika á skiptingu Skútustaðahrepps.

 

            Í 1. og 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga eru svohljóðandi ákvæði:

            “Sveitarfélag hefur ákveðin staðarmörk. Óheimilt er að breyta þeim nema með lögum.

            Þó getur ráðuneytið breytt mörkum sveitarfélaga í sambandi við sameiningu þeirra eða til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarstjórna.”

 

            Framangreind ákvæði eru ákaflega skýr að því er varðar heimildir ráðuneytisins til að staðfesta breytingar á mörkum sveitarfélaga. Samkvæmt þeim er ljóst að ráðuneytið getur ekki breytt mörkum Skútustaðahrepps nema það sveitarfélag sameinist öðru eða öðrum sveitarfélögum eða sveitarstjórn Skútustaðahrepps geri samkomulag við annað eða önnur sveitarfélög um breytingu á mörkum sveitarfélagsins. Á annan hátt er ekki unnt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að breyta núverandi mörkum Skútustaðahrepps.

 

            Þær leiðir sem nefndar eru í erindi yðar um “stofnfund nýs sveitarfélags”, atkvæðagreiðslur o.s.frv. geta þannig ekki verið bindandi fyrir íbúa og sveitarstjórn Skútustaðahrepps í ljósi ákvæða núgildandi sveitarstjórnarlaga.

 

Páll Pétursson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum