Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2017

Drög að breytingum á lögum vegna endurupptöku dómsmála

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur til 26. maí og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Í júní 2016 fól ráðherra réttarfarsnefnd að taka til endurskoðunar ákvæði laga um endurupptöku dómsmála bæði hvað varðar skilyrði fyrir endurupptöku sakamála og einkamála sem og fyrirkomulag endurupptöku. Réttarfarsnefnd hefur skilað ráðuneytinu drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð sakamála og lögum um meðferð einkamála.

Í frumvarpsdrögunum er kveðið á um að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem hefur það hlutverk að skera úr um hvort dæmd mál skuli endurupptekin. Þá er lagt til að skilyrði fyrir endurupptöku einkamáls verði rýmkuð og að heimilt verði að óska eftir endurupptöku einkamáls oftar en einu sinni.

  • Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (endurupptaka dæmdra mála)
  • Núgildandi lagaákvæði og ákvæði með ráðgerðum breytingum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum