Hoppa yfir valmynd
5. mars 2001 Innviðaráðuneytið

Húnaþing vestra - Heimildir í lögum til að skipta sveitarfélagi í tvö smærri sveitarfélög

Þorsteinn B. Helgason                                                         5. mars 2001                                     Tilvísun: FEL01030005/16-5508

Fosshóli V-Hún.

530 Hvammstangi

 

 

 

 

Vísað er til erindis yðar dags. 26. febrúar sl. sem ráðuneytinu barst í rafpósti. Þar er leitað álits ráðuneytisins á því með hvaða hætti unnt er að skipta sveitarfélagi upp í tvö sveitarfélög. Kemur fram að erindið varðar sveitarfélagið Húnaþing vestra. Það sveitarfélag varð til við sameiningu Fremri-Torfustaðahrepps, Hvammstangahrepps, Kirkjuhvammshrepps, Staðarhrepps, Ytri-Torfustaðahrepps, Þorkelshólshrepps og Þverárhrepps árið 1998, að undangengnum kosningum í öllum sveitarfélögunum.

          Því er til að svara að sveitarstjórnarlög heimila ekki skiptingu sveitarfélaga nema í því tilviki að íbúar sveitarfélags hafi verið færri en 50 um þriggja ára skeið, sbr. 1. mgr. 6. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er þá meginreglan sú að sveitarfélag skuli sameinað nágrannasveitarfélagi en einnig má ráðuneytið skipta því á milli tveggja eða fleiri nágrannasveitarfélaga. Það ákvæði á ekki við í því tilviki sem hér um ræðir. Því er einungis til að dreifa ákvæði 1. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga, sem kveður á um að óheimilt er að breyta mörkum sveitarfélaga nema með lögum. Sveitarfélaginu Húnaþingi vestra verður því einungis skipt í tvö sveitarfélög með lögum frá Alþingi.

 

 

F. h. r.

Ingi Valur Jóhannsson (sign.)

Guðjón Bragason (sign.)

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum