Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2019

Stafrænn leiðtogi

Stafrænn leiðtogi 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum og reynslumiklum leiðtoga til að leiða stafræna umbreytingu í þjónustu ríkisins. Um er að ræða nýtt starf og hefur viðkomandi tækifæri til að koma að mótun stafrænnar þjónustu hjá ríkinu. 

Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og hefur ríkisstjórnin ákveðið að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið almennings við hið opinbera fyrir lok ársins 2020. 
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett á fót verkefnastofu um Stafrænt Ísland til að tryggja framgang markmiða ríkisstjórnarinnar. Verkefnastofan vinnur með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti.

Helstu verkefni
Stýra starfi verkefnastofu um Stafrænt Ísland.
Móta markmið, áherslur og forgangsröðun verkefna.
Tryggja samstarf um stafræna þjónustu við hagaðila m.a. ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. 
Annast áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði stafrænnar þróunar.
Gert er ráð fyrir því að stafrænn leiðtogi gegni hlutverki formanns í stýrihópi fjármála- og efnahagsráðherra um Stafrænt Ísland.

Menntunar og hæfniskröfur
Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. 
Yfirgripsmikil reynsla af stjórnun innleiðingar stafrænnar þjónustu. 
Víðtæk yfirsýn yfir hagnýtingu upplýsingatækni. 
Stjórnunarreynsla og reynsla af samningagerð.
Leiðtogahæfileikar og rík aðlögunarhæfni.
Hæfileiki til að miðla upplýsingum og afla verkefnum stuðnings.
Rík þjónustulund, frumkvæði og drifkraftur. 
Góð kunnátta í íslensku og ensku. 

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru sex fagskrifstofur sem saman mynda sterka heild. Um 90 einstaklingar skipa  starfslið ráðuneytisins. Í boði er áhugavert og krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála og efnahagsráðherra og FHSS. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Um fullt starf er að ræða. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf með rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Hilmar  G. Hjaltason ([email protected]). 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum