Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2003 Innviðaráðuneytið

Hvalfjarðarstrandarhreppur - Ákvarðanir um útgáfa byggingarleyfis, og staðfesting sveitarstjórnar á lóðarleigusamningi ekki kæranlegar til ráðuneytisins, frávísun

GHP lögmannsstofa ehf. 23. apríl 2003 FEL03040022/1001

Guðmundur H. Pétursson hdl.

Hátúni 6A

105 REYKJAVÍK

 

 

Ráðuneytinu hefur borist erindi yðar, dags. 3. apríl 2003, þar sem kærð er synjun hreppsnefndar Hvalfjarðarstrandarhrepps frá 12. febrúar 2003, á að fella úr gildi ákvarðanir er varða lóð úr jörðinni Litla-Botni. Annars vegar er um að ræða samþykki hreppsnefndar frá 8. september 1999 skv. 6. gr. jarðalaga nr. 65/1976, með síðari breytingum, við leigusamningi, dags. 28. júlí 1999, þar sem Jón Skaftason leigir Jóhanni Haukssyni landspildu ásamt sumarhúsi í landi Litla-Botns. Hins vegar er um að ræða útgáfu byggingarleyfis vegna stækkunar fyrrgreinds sumarhúss, dags. 22. júlí 2002, og synjun byggingarfulltrúa á að stöðva byggingarframkvæmdir, dags. 30. september 2002.

Ákvarðanir sveitarstjórna samkvæmt ákvæðum jarðalaga eru skv. 17. gr. þeirra laga kæranlegar til landbúnaðarráðuneytis innan eins mánaðar. Ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál má skjóta til úrskurðarnefndar skv. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 621/1997 er kærufrestur einn mánuður frá því kæranda var kunnugt um samþykkt þá sem hann kærir. Tilvitnuð ákvæði eru sérreglur er ganga framar almennri málskotsheimild sveitarstjórnarlaga og verður þeirri heimild ekki beitt jafnhliða.

Samkvæmt framangreindu er ljóst að ákvörðun hreppsnefndar Hvalfjarðarstrandarhrepps um að synja erindi yðar um að fella úr gildi ákvarðanir sem teknar voru á grundvelli jarðalaga og skipulags- og byggingarlaga verður ekki skotið til félagsmálaráðuneytisins á grundvelli 103. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, og ber því að vísa erindi yðar frá ráðuneytinu. Þar sem kærufrestur er liðinn telur ráðuneytið ekki rétt að framsenda erindi yðar til úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál og er erindið því endursent yður.

 

F. h. r.

Garðar Jónsson (sign.)

Guðjón Bragason (sign.)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum