Hoppa yfir valmynd
13. mars 2019

Sérfræðingur í gagnagreiningu á Upplýsingasviði

Sérfræðingur í gagnagreiningu á Upplýsingasviði

Tryggingastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing í gagnagreiningu á hugbúnaðardeild Upplýsingasviðs. 

Leitað er að jákvæðum, lausnarmiðuðum og skipulögðum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingaöflun og framsetning tölfræðilegra upplýsinga úr vöruhúsi gagna og upplýsingakerfum
- Uppbygging og þróun á vöruhúsi gagna í samvinnu við svið stofnunarinnar og ytri verktaka
- Gerð skýrslna og mælaborða með viðskiptagreindarhugbúnaði
- Þarfagreining og skjölun
- Þjálfun og stuðningur við starfsmenn til að nýta lausnir við gagnagreiningu

Hæfnikröfur
- Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi
- Góð þekking á gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu tölulegra gagna 
- Reynsla af vinnslu gagna og skýrslugerð í Business Object eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði
- Reynsla af gerð vöruhúsa og þekking á gagnagrunnsforritun kostur
- Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Lipurð í samskiptum og góð þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag tölvunarfræðinga hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Stofnunin flytur í nýtt húsnæði að Hlíðasmára í Kópavogi í þessum mánuði.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. 

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Hólmfríðar Erlu Finnsdóttur, mannauðsstjóra Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 105 Reykjavík. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarkerfi Íslands. Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni.

Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má nálgast á www.tr.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Þórólfur Rúnar Þórólfsson, deildarstjóri hugbúnaðardeildar í síma 560 4400
Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 560 4400

Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum