Hoppa yfir valmynd
12. júní 1998 Innviðaráðuneytið

Sveinsstaðahreppur - Vinna kjörstjórnar eftir úrskurð um gildi sveitarstjórnarkosninga

Sigríður Hermannsdóttir                                      12. júní 1998                                                      98060035

Hjallalandi, Sveinsstaðahreppi                                                                                                                 1022

541 Blönduós

 

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins, dagsett í dag, þar sem óskað er eftir áliti ráðuneytisins á því hvernig kjörstjórn eigi að fara að í framhaldi af úrskurði nefndar frá 10. júní sl. er fjallaði um gildi sveitarstjórnarkosninga í Sveinsstaðahreppi þann 23. maí sl.

 

             Úrskurður nefndarinnar var á þá leið að hluta skyldi á milli Birgis Ingþórssonar og Gunnars Ellertssonar og er spurt hvort varpa skuli því hlutkesti að liðnum kærufresti til ráðuneytisins.

 

             Ráðuneytið telur rétt að upplýsa að það telur ekki óeðlilegt í ljósi laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 að framfylgt verði framangreindum úrskurði áður en kærufrestur til ráðuneytisins er liðinn. Er það í samræmi við ákvæði laganna um að sveitarstjórn taki við störfum 15 dögum eftir kjördag þrátt fyrir kæru til sýslumanns.

 

             Ennfremur er spurt hvort fleiri aðilar en kjörstjórn og hlutaðeigandi (Gunnar og Birgir) þurfi að koma saman þegar hlutað er á milli þeirra.

 

             Lög um kosningar til sveitarstjórna gera ráð fyrir að atkvæði séu talin á kjörfundi fyrir opnum dyrum. Eingöngu kjörstjórnarmönnum er skylt að vera viðstaddir talningu en öllum öðrum er það heimilt meðan húsrúm leyfir.

 

F. h. r.

 

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum