Hoppa yfir valmynd
23. mars 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úthlutað úr Íþróttasjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Íþróttasjóði vegna fræðsluverkefna, íþróttarannsókna og aðstöðu. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

Íþróttanefnd fundaði um þær 127 umsóknir sem bárust en til ráðstöfunar á fjárlögum ársins 2018 eru 20 milljónir kr. Meðal þeirra sem hljóta aðstöðustyrki að þessu sinni eru Íþróttafélagið Ösp, Skotfélagið Markviss, Badmintonfélag Akraness og Fimleikadeild Hattar. Styrki til fræðslumála hlutu meðal annars Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra, tennisklúbbur Víkings og Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur. Hæsta styrk til rannsókna í þessari úthlutun hlaut Rannsóknarstofa í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands til samanburðarrannsóknar á knattspyrnuþjálfun barna á Íslandi og í Noregi.

Nánari upplýsingar um úthlutun Íþróttasjóðs má finna á heimasíðu Rannís.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum