Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2020

Hjúkrunarfræðingur - komdu í lið með okkur

Hjúkrunarfræðingur - komdu í lið með okkur


Laust er til umsóknar spennandi dagvinnustarf fyrir framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing á göngudeild þvagfæra á 11A við Hringbraut. Á deildinni starfar öflugur hópur hjúkrunarfræðinga og aðstoðarmanna og þar ríkir góður starfsandi, sveigjanleiki og metnaður. Deildin veitir sérhæfða göngudeildarþjónustu auk ráðgjafar og kennslu. Þar fer fram undirbúningur sjúklinga fyrir aðgerðir vegna sjúkdóma í þvagfærum, nýrnasteinbrjótsmeðferð og stuðningur við sjúklinga með krabbamein.

Starfsemi deildarinnar er fjölbreytt og góðir möguleikar á starfsþróun. Í boði er að sækja fjarnám í Urotherapiu í Svíþjóð en námið er þverfaglegt, metnaðarfullt og vel skipulagt. Hjúkrunarfræðingar sem hafa lokið náminu verða sérhæfðir ráðgjafar í þvagfæravandamálum hjá börnum og fullorðnum. 

Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að sérhæfa sig í steinbrjótsmeðferð og afmörkuð verkefni því tengt og/eða sinna hefðbundnum verkefnum deildarinnar.

Við tökum vel á móti nýjum hjúkrunarfræðingum og veitum einstaklingbundna þjálfun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn að skoða deildina. Vinsamlegast hafið samband við Hrafnhildi deildarstjóra í síma 825-3728.


Helstu verkefni og ábyrgð
» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
» Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda þeirra
» Virk þátttaka í þróun og faglegri uppbyggingu deildarinnar
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu


Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi
» Hæfni og geta til að vinna í teymi 
» Íslenskt hjúkrunarleyfi


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Starfið er laust frá og með ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Hrafnhildur L Baldursdóttir - [email protected] - 825 3728



Landspítali
Göngudeild þvagfæra
Hringbraut
101 Reykjavík



Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum