Hoppa yfir valmynd
2. desember 1996 Innviðaráðuneytið

Þórshafnarhreppur - Kærufrestur liðinn

Óli Þorsteinsson                                                                                        2. desember 1996                         96110087

Fjarðarvegi 17                                                                                                                                                             1001

680 Þórshöfn

 

 

 

 

           Vísað er til erindis yðar, Skúla Þorsteinssonar og Signýjar Guðbjörnsdóttur til félagsmálaráðuneytisins, dagsett 30. október 1996, varðandi leyfisbréf hreppsnefndar Þórshafnarhrepps til “Eggjafélags Þórshafnar” vegna eggjatöku úr Læknesstaðabjargi.

 

           Í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er fjallað um almennan kærufrest til æðra stjórnvalds og hljóðar ákvæðið svo:

           “Kæra skal borin fram innan þriggja mánaðar frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg.”

 

           Jafnframt segir í 1. mgr. 28. gr. laganna að hafi kæra borist að liðnum kærufresti skuli vísa henni frá, nema annars vegar að afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða hins vegar að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Síðan segir svo orðrétt í 2. mgr.: “Kæru skal þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að

ákvörðun var tilkynnt aðila.”

 

           Erindi yðar er dagsett 30. október 1996, þ.e. fimm og hálfum mánuði eftir útgáfu umrædds leyfisbréfs og u.þ.b. fimm mánuðum eftir dagsetningu bréfs þar sem þér mótmælið útgáfu leyfisbréfsins við hreppsnefnd Þórshafnarhrepps. Erindið barst því að liðnum hinum þriggja mánaða kærufresti sem tilgreindur er í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.

 

           Jafnframt vill ráðuneytið taka fram að í máli þessu virðist vera deilt annars vegar um gildi landamerkjabréfs og hins vegar um gildi leigusamnings Þórshafnarhrepps við landbúnaðarráðuneytið. Deilur um gildi landamerkjabréfa eru ekki taldar vera stjórnsýslumál í skilningi stjórnsýslulaga, þ.e. mál þar sem stjórnvald tekur ákvörðun um mál í skjóli stjórnsýsluvalds síns. Ennfremur verða ákvarðanir landbúnaðarráðuneytisins ekki bornar undir annan ráðherra til úrskurðar. Kæruheimildir stjórnsýslulaga eiga því ekki við í máli þessu.

 

           Með vísan til framangreinds er erindi yðar vísað frá félagsmálaráðuneytinu.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 

 

 

Samrit:  Skúli Þorsteinsson og Signý Guðbjörnsdóttir.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum