Hoppa yfir valmynd
14. janúar 1998 Innviðaráðuneytið

Ísafjarðarbær - Málshraði

Lögmenn                                                                 14. janúar 1998                                                  97120003

Hlöðver Kjartansson hdl.                                                                                                                    16-4200

Bæjarhrauni 8

220 Hafnarfjörður

            

 

 

 

 

             Vísað er til erindis yðar til félagsmálaráðuneytisins fyrir hönd Guðvarðar Kjartanssonar, dagsett 21. nóvember 1997, þar sem kærður er dráttur hjá Ísafjarðarbæ á að afgreiða þrjú erindi hans.

 

             Erindi yðar var sent til umsagnar Ísafjarðarbæjar með bréfi, dagsettu 2. desember 1997, og barst umsögn með bréfi, dagsettu 9. janúar 1998.

 

             Ráðuneytið telur ljóst af gögnum málsins að Ísafjarðarbær hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að svara erindum Guðvarðar Kjartanssonar innan eðlilegra tímamarka, sbr. m.a. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ráðuneytið mun því gera alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sveitarfélagsins.

 

             Meðfylgjandi er afrit af svarbréfi Ísafjarðarbæjar til ráðuneytisins varðandi málið. Teljið þér þær upplýsingar ekki nægjanleg svör við erindum umbjóðanda yðar er yður bent á að snúa yður með beiðni um nánari upplýsingar til sveitarfélagsins, sem þá mun væntanlega bregðast við í samræmi við athugasemdir ráðuneytisins.

 

             Hvað varðar skyldu sveitarfélagsins til að afhenda tiltekin gögn skal á það bent að ráðuneytið hefur ekki úrskurðarvald um deilur um afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996. Slíkt úrskurðarvald er í höndum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 14. gr. upplýsingalaga.

 

F. h. r.

 

Húnbogi Þorsteinsson (sign.)

Sesselja Árnadóttir (sign.)

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum