Hoppa yfir valmynd
29. mars 2019

Nýdoktor í reiknilegri eldfjallafræði

Staða nýdoktors í reiknilegri eldfjallafræði við Veðurstofu Íslands

Staða nýdoktors við Veðurstofu Íslands (VÍ) er laus til umsóknar. Staðan er til tveggja ára og er innan verkefnisins Öndvegissetur í beitingu ofurtölva í jarðeðlisfræði (Centre of Excellence for Exascale in Solid Earth; ChEESE))sem er styrkt af Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, og hófst í nóvember 2018. 
Staða nýdoktors er á sviði reiknilegrar eldfjallafræði þar sem ofurtölvur verða notaðar í rauntímaútreikningum og hermunum á hreyfðarfræði gosmakkar (plume dynamics) og dreifingu gosefna með hárri upplausn, ásamt mati á eldgosavá. 
Staðan verður innan eldgosa- og jarðvárhóps á úrvinnslu- og rannsóknasviði Veðurstofu Íslands. Nýdoktorinn verður hluti af stórum hópi sem vinnur að fjölda innlendra og alþjóðlegra rannsóknar- og innviðaverkefna á Íslandi og í Evrópu. Starfið mun fela í sér samstarf við aðra þátttakendur í ChEESE, Italian Institute of Geophysics and Volcanology (INGV), ásamt Ofurtölvumiðstöðinn í Barcelóna. Starfið mun fela í sér heimsóknir og þjálfun. Starfið mun einnig fela í sér náið samstarf við önnur rannsóknarverkefni. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka Veðurstofa Íslands í Öndvegissetrinu miðar að því að auka umsvif jarðskjálfta- og eldfjallarannsókna í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á náttúrulegum ferlum og til þess að búa til nýjar þjónustur í eftirliti með náttúruvá sem gagnast bæði hagsmunaaðilum og vísindasamfélaginu. 
Nýdoktorinn mun vinna að þremur verkefnum innan ChEESE:
1. Hermun gosmakkar í eldgosum með hárri upplausn.
2. Líkindafræðilegt mat á hættu af völdum eldgosa
3. Þróun spálíkana með hárri upplausn fyrir öskudreifingu í eldgosum
Nánari lýsingu á ChEESE verkefninu má nálgast á heimasíðu verkefnisins https://cheese-coe.eu/ og með því að hafa samband við tengilið verkefnisins.

Hæfnikröfur
Doktorspróf í jarðeðlisfræði, eðlisfræði, tölvunarfræði, eða tengdum greinum
Sjálfstæði í og reynsla af grunnrannsóknum, sér í lagi á sviði eðlisfræði eldgosa, reiknilegri líkangerð af eldgosaferlum, hermun á dreifingu gosefna, eða eðlisfræði lofthjúps jarðar
Hafa sýnt fram á rannsóknarhæfni með birtum greinum í tímaritum eða ráðstefnum
Hæfni í forritun og meðhöndlun gagna
Góð samskipta- og félagshæfni, geta unnið vel í hópi sem og sjálfstætt
Góð hæfni í töluðu og rituðu ensku máli
Reynsla af forritun eða keyrslu forrita sem krefjast ofurtölva er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Gildin eru höfð til hliðsjónar með ráðningarferlinu. 

Veðurstofan fylgir íslenskum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í ráðningum

Ráðning nýdoktors til tveggja ára er áætluð síðla vors eða sumarbyrjun 2019

Gild umsókn felur í sér eftirfarandi:
Stutt greinargerð umsækjanda um áhuga sinn á starfinu, hvernig það samrýmist hæfni umsækjanda og framtíðaráformun, væntinga til starfsins og hvernig umsækjandi sér framlag sitt gagnast verkefninu
Ítarleg ferilsskrá með áherslu á menntun, fyrri starfsreynslu, sér í lagi m.t.t. rannsókna og birtinga
Afrit af doktorsskírteini, eða staðfestingu á fyrirhugaðri doktorsvörn 
Afrit af yfirliti námskeiða í meistara- og doktorsnámi ásamt einkunum. 
Meðmælabréf, frá einum meðmælanda hið minnsta, ásamt upplýsingum tengiliðar

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Benedikt Halldórsson - [email protected] - 5226000
Sara Barsotti - [email protected] - 5226000


Veðurstofa Íslands
ÚR-Jarðskorpu- og eldfjallarannsóknir
Bústaðarveg 9
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum