Hoppa yfir valmynd
27. desember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úthlutað úr Æskulýðssjóði

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og -samtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenna og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar, þróunar- og samstarfsverkefni. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, 15. febrúar og 15. október og geta allir þeir sem í forsvari eru fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök sótt um.

Á dögunum var tilkynnt um síðari úthlutun þessa árs, að tillögu stjórnar sjóðsins. Meðal þeirra sem hlutu styrki að þessu sinni eru Samfés, Hugarafl, Landssamband ungmennafélaga, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Samtök ungra bænda og AFS á Íslandi. Alls var úthlutað 5,4 milljónum kr. úr sjóðnum að þessu sinni.

Sjá nánar á vef Rannís sem annast umsýslu sjóðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum