Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2019

Lögfræðingur

Þekkir þú löggjöf á fjármálamarkaði?

Svið lagalegs eftirlits og vettvangsathugana vinnur þvert á önnur eftirlitssvið Fjármálaeftirlitsins. Á sviðinu starfar öflugur hópur lögfræðinga í lagalegu eftirliti að fjölbreyttum verkefnum er varða eftirlit með fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og öðrum eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði. Verkefni eru einkum tengd starfsleyfum, virkum eignarhlutum, aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, hæfismötum, starfsemi yfir landamæri, samrunum og veitingu umsagna um samþykktir og reglur lífeyrissjóða. Auk þess kemur lagalegt eftirlit að margvíslegum lagalegum álitamálum tengdum starfsemi eftirlitsskyldra aðila og tekur þátt í vinnu við setningu laga, reglna og tilmæla.

Leitað er að lögfræðingi sem hefur reynslu af eftirliti eða störfum á fjármálamarkaði og býr yfir góðri samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Lagalegt eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum, varðandi til dæmis verkefni tengd starfsleyfum, virkum eignarhlutum, aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Lögfræðiráðgjöf í álitamálum tengdum starfsemi eftirlitsskyldra aðila
- Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
- Þátttaka í innra starfi Fjármálaeftirlitsins

Hæfnikröfur
- Meistara- eða embættispróf í lögfræði
- Þekking á stjórnsýslurétti og löggjöf á fjármálamarkaði
- Reynsla af eftirlitsstörfum eða störfum tengdum fjármálamarkaði
- Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg 
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi
- Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Frekari upplýsingar veita Linda Kolbrún Björgvinsdóttir, forstöðumaður lagalegs eftirlits ([email protected]) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsstjóri ([email protected]).

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar nk. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir - [email protected] - 520-3700
Árni Ragnar Stefánsson - [email protected] - 520-3700

Fjármálaeftirlitið
Lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir
Katrínartúni 2
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum